Til hamingju með daginn

9. ágúst 2025

'}}

Í dag munu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka þátt í Gleðigöngunni eins og venja er, annars vegar með ungliðasamtökum stjórnmálaflokkanna og hins vegar borgarfulltrúar með borgarstjórn Reykjavíkur.

Sjálfstæðisflokkurinn mun hér eftir sem hingað til standa vörð um frelsi og mannréttindi og sendir hinsegin fólki og landsmönnum öllum litríkar baráttu- og gleðikveðjur í tilefni Hinsegin daga í Reykjavík sem fram fara þessa vikuna.