Stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna boðar til 48. sambandsþings SUS helgina 3. - 5. október 2025.
Þingið verður haldið í Reykjavík í samstarfi við Heimdall, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Það stefnir í sögulegt þing enda nokkrir áratugir liðnir frá því að SUS hélt sambandsþing sitt í Reykjavík. Nánari dagskrá verður kynnt síðar.
Skráning:
Til þess að vera skráður þingfulltrúi þarf að óska eftir sæti hjá sínu aðildarfélagi. Hægt er að hafa beint samband við aðildarfélagið sitt og síðar í mánuðinum mun SUS senda út skráningahlekk þar sem hægt verður að óska eftir sæti.
Því fyrr sem óskað er eftir sæti því betra en aðildarfélögin eiga samkvæmt lögum SUS að tilkynna um sína þingfulltrúa í síðasta lagi 18. september næstkomandi.
Þinggjöld:
Þinggjöldin verða með sama sniði og svo oft áður, haldið í algjöru lágmarki.
Nánari upplýsingar um gistingu, verð, dagskrá og fleira verður auglýst á komandi vikum.