Þorrið traust í Grafarvogi

30. maí 2025

'}}

Friðjón R Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Síðastliðið sum­ar kynnti þáver­andi borg­ar­stjóri metnaðarfull áform um þétt­ingu byggðar í út­hverf­um Reykja­vík­ur. Fyrst átti að hefja fram­kvæmd­ir í Grafar­vogi, þar sem, að sögn, væri auðvelt að byrja. Næst kæmi að Breiðholt­inu, síðan Grafar­holti og loks Úlfarsár­dal.

Strax á fyrsta degi kom fram skýr andstaða meðal íbúa Grafar­vogs. Fólki fannst of geyst farið og ráðist væri að græn­um svæðum án viðhlít­andi kynn­ing­ar eða rök­stuðnings. Dag­inn eft­ir kynn­ingu borg­ar­stjóra steig lýðheilsu­fræðing­ur fram og vakti at­hygli á mik­il­vægi grænna svæða fyr­ir lýðheilsu. Hún sagði meðal ann­ars að „rann­sókn­ir sýni að ná­lægð við græn svæði geti dregið úr streitu, bætt and­lega heilsu og aukið lík­am­lega virkni“. Aðgengi að nátt­úru, sýn til gróðurs og rými til úti­veru eru þannig grund­vall­ar­atriði í heilsu og vellíðan borg­ar­búa.

Þrátt fyr­ir vax­andi and­stöðu íbúa, sem hef­ur styrkst eft­ir því sem lengra hef­ur liðið á ferlið, hef­ur Reykja­vík­ur­borg haldið áfram að knýja skipu­lagstil­lög­urn­ar í gegn­um kerfið. Um er að ræða aðal­skipu­lags­breyt­ingu, og lauk ný­verið öðru af sex stig­um í því ferli. Þá bár­ust tæp­lega 1.400 at­huga­semd­ir í gegn­um skipu­lags­gátt stjórn­valda, sem er lík­lega met­fjöldi og end­ur­spegl­ar hve djúp­stæð óánægja rík­ir meðal íbúa.

At­huga­semd­irn­ar draga upp dökka mynd af upp­lif­un fólks af áform­um meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn:

Van­traust á ferlið og sýnd­ar­sam­ráð: Marg­ir íbú­ar lýsa mik­illi óánægju með hvernig ferlið var unnið. Fund­ir hafi verið illa aug­lýst­ir og að um raun­veru­legt sam­ráð hafi ekki verið að ræða held­ur sýnd­ar­sam­ráð.

Óásætt­an­legt álag á innviði: Skól­ar, leik­skól­ar og frí­stunda­heim­ili eru að mati íbúa full­nýtt. Frek­ari fjölg­un í hverf­inu myndi yf­ir­fylla kerfið.

Skort­ur á bíla­stæðum og auk­in um­ferð: Alltof fá bíla­stæði eru fyr­ir­huguð og um­ferðarör­yggi barna mun versna til muna.

Rask á græn­um svæðum og skerðing lífs­gæða: Byggt verði á græn­um svæðum sem séu mik­il­vægt úti­vist­ar­svæði, sér­stak­lega fyr­ir börn, eldri borg­ara og hunda­eig­end­ur. Skerðing á birtu, út­sýni og rými til úti­veru vek­ur víðtæk­ar áhyggj­ur.

Byggðarmynst­ur í ósam­ræmi við nær­liggj­andi hús­næði: Þétt byggð með fjöl­býl­is­hús­um eigi að rísa við hlið ein­býla og raðhúsa. Íbúar telja þetta bæði ósam­rýman­legt og skaðlegt fyr­ir ásýnd og anda hverf­is­ins.

Brostn­ar for­send­ur: Fjöl­marg­ir íbú­ar segja frá því að þeir hafi keypt fast­eign­ir sín­ar miðað við fyr­ir­liggj­andi skipu­lag og vænt­ing­ar um rými, græn svæði og næði. Þeir upp­lifa að borg­in sé að rjúfa þann óform­lega „samn­ing“.

Skamm­tíma­hugs­un og skort­ur á heild­ar­sýn: Þá gagn­rýna íbú­ar að skipu­lags­vinn­an sé ekki byggð á heild­ar­sýn um Grafar­vog held­ur laustengd­um hug­mynd­um sem plantað er hvar sem sést í græna torfu.

Það blas­ir við að traustið milli íbúa Grafar­vogs og borg­ar­yf­ir­valda hef­ur beðið al­var­leg­an hnekki. Traust sem verður ekki end­ur­heimt af nú­ver­andi meiri­hluta.

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt fram fram­kvæm­an­leg­ar til­lög­ur um upp­bygg­ingu í aust­ur­borg­inni sem gætu leyst af hólmi hug­mynd­ir meiri­hlut­ans um þétt­ingu í grón­um hverf­um gegn vilja íbúa. Til­lög­ur sem taka mið af græn­um svæðum og yrðu unn­ar í fullu sam­ráði við nærsam­fé­lagið.

Meiri­hluti borg­ar­stjórn­ar hef­ur hins veg­ar kosið að halda áfram á sinni veg­ferð þvert gegn ein­dreg­inni and­stöðu íbú­anna.

Enn standa eft­ir nokk­ur skref í aðal­skipu­lags­ferl­inu og þar á eft­ir deili­skipu­lags­breyt­ing­ar. En andstaða íbú­anna orðin svo ein­dreg­in að rangt er að halda áfram á nú­ver­andi for­send­um. Borg­ar­bú­ar eiga skilið að rödd þeirra sé tek­in al­var­lega, að at­huga­semd­ir þeirra skipti máli. Þeir sem fara með völd í borg­ar­kerf­inu, kjörn­ir full­trú­ar og emb­ætt­is­menn, verða að muna að þeir eru í þjón­ustu borg­ar­búa, ekki öf­ugt.

Að ári gefst Reyk­vík­ing­um tæki­færi til að snúa af þeirri leið sem meiri­hlut­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hafa mótað und­an­far­in ár. Til­lög­ur borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins á kjör­tíma­bil­inu sýna að borg­ar­bú­um býðst val­kost­ur. Um að halda áfram inn í skugga­varp ofurþétt­ing­ar, eða velja birtu, rými og vina­legt nærum­hverfi á mann­leg­um skala, í takt við hefðir og sögu Reykja­vík­ur.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 24. maí 2025þ