Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Grafarvogi verður haldinn fimmtudaginn 22. maí næstkomandi í húsnæði félagsins, Hverafold 1-3, kl. 19:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
- Reikningsskil.
- Skýrslur nefnda.
- Kjör stjórnar og skoðunarmanna.
- Kjör fulltrúa í fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
- Tillögur um lagabreytingar.
- Önnur mál.
Við hvetjum þá sem hafa áhuga á því að taka þátt í starfi félagsins til þess að bjóða sig fram til stjórnarsetu. Við tökum vel á móti öllum.
Þeir sem bjóða sig fram skulu senda póst með fullu nafni, kennitölu og símanúmeri, á netfangið fsg@xd.is eigi síður en tveimur sólarhringum fyrir boðaðan aðalfund.
Við minnum ykkur einnig á að félagsgjöldin eru í valgreiðslur hjá félagsmönnum okkar. Allt okkar félagsstarf er rekið í sjálfboðavinnu og fjármagnað með félagsgjöldum (við minnum líka alla á að það athuga hvort þeir séu ekki örugglega skráðir í félagið inni á mínum síðum á xd.is, en nokkuð er um að fólk er skráð í flokinn en ekki í hverfisfélagið).
Þinn stuðningur skiptir okkur máli og með því að greiða félagsgjaldið hjálpar þú okkur að halda úti öflugasta hverfisfélags Sjálfstæðisflokksins í borginni og einu því öflugasta á landinu.
Kveðja,
Atli Guðjónsson, formaður.

