Verra er þeirra réttlæti

11. maí 2025

'}}

Jens Garðar Helgason varaformaður Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður:

Það er grafal­var­legt þegar ráðherr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar virða lög og regl­ur að vett­ugi – eða þegar þeir þekkja þau ekki einu sinni. Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, skipaði ólög­leg­lega í stjórn Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un­ar (HMS) og fékk nú bágt fyr­ir hjá Jafn­rétt­is­stofu og það rétti­lega.

Ráðherra skipaði flokks­gæðinga og varaþing­menn Flokks fólks­ins í öll fjög­ur stjórn­ar­sæt­in og starfs­fólk þing­flokks sem vara­menn. Það reynd­ist um­deilt en þó ekki ólög­legt. Hið ólög­lega er að 80 pró­sent þeirra sem Inga skipaði eru karl­menn. Það brýt­ur í bága við ákvæði jafn­rétt­islaga sem mæla fyr­ir um að hlut­fall hvors kyns í stjórn­um skuli vera að lág­marki 40 pró­sent. Þessu var svo kippt í liðinn í gær eft­ir að litið var fram hjá regl­un­um þar til press­an varð of mik­il.

Nú­ver­andi stjórn­ar­flokk­ar gerðu nú ekki lítið af því að gagn­rýna for­vera sína þegar þeir voru í stjórn­ar­and­stöðu. Þá var talað hátt um gagn­sæi, vönduð vinnu­brögð og nauðsyn þess að stjórn­sýsl­an starfaði eft­ir leik­regl­um lýðræðis­ins. Nú, þegar þessi sömu flokk­ar – Sam­fylk­ing­in og Viðreisn – bera ábyrgð, virðist mun minna fara fyr­ir þeirri varúð. Maður spyr sig: Gilda ekki leng­ur þær regl­ur sem áður þóttu heil­ag­ar?

Því miður virðist það raun­in. Það sem verra er, er að for­sæt­is­ráðherra, Kristrún Frosta­dótt­ir, lýsti því yfir að hún „treysti ráðherra til að meta hæfi“ stjórn­ar­manna og að „ekk­ert benti til þess að lög hafi verið brot­in“. Ótrú­leg um­mæli í ljósi þess að regl­urn­ar og lög­in lágu fyr­ir og voru svo brot­in. Tveir ráðherr­ar og tvö ráðuneyti vissu ekki bet­ur. Ekki mjög traust­vekj­andi eða vönduð vinnu­brögð.

Þessi trausts­yf­ir­lýs­ing for­sæt­is­ráðherra kom jafn­framt eft­ir að fag­fé­lög og Jafn­rétt­is­stofa höfðu lýst yfir áhyggj­um sín­um af skip­an ráðherra í stjórn HMS og óskuðu skýr­inga.

Það er sjálf­sögð og eðli­leg lág­marks­krafa til rík­is­stjórn­ar – sem berst und­ir merkj­um rétt­læt­is og gagn­sæ­is – að hún kynni sér lög­in og fari eft­ir þeim. Það snýst um trú­verðug­leika, ábyrgð og virðingu fyr­ir lýðræðis­leg­um ferl­um. Þegar ráðherra ger­ir mis­tök skal það leiðrétt – ekki rétt­lætt. Það á ekki að þurfa viku­langa fjöl­miðlaum­fjöll­un svo ráðherra sjái að sér og fari eft­ir lög­um og regl­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 8. maí 2025.