Sterk gildi á óvissutímum

19. apríl 2025

'}}

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður:

Pásk­arn­ir eru tími íhug­un­ar, von­ar og end­ur­nýj­un­ar – tími þegar við lít­um bæði inn á við og fram á við. End­ur­nýj­un þýðir ekki að við yf­ir­gef­um það sem hef­ur reynst okk­ur vel, held­ur að við vöx­um, aðlög­umst og styrkj­um það sem skipt­ir mestu máli. Í póli­tík þýðir það að byggja á traust­um grunni – frelsi ein­stak­lings­ins, ábyrgð í rík­is­fjár­mál­um, skyn­semi í laga­setn­ingu og trú á verðmæta­sköp­un – og sækja fram með skýrri sýn.

Á Alþingi hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn áfram talað skýrt og af ábyrgð um þau mál sem mestu skipta. Við höf­um varað við áhrif­um þeirra breyt­inga sem rík­is­stjórn­in hyggst gera á sam­skött­un. Breyt­ing­um sem fela í sér veru­leg­ar skatta­hækk­an­ir á fjöl­skyld­ur í land­inu, þvert á kosn­ingalof­orð rík­is­stjórn­ar­flokk­anna um annað. Þá hef­ur flokk­ur­inn beint sjón­um sín­um að fyr­ir­huguðum breyt­ing­um á veiðigjöld­um, þar sem hækk­un var lögð fram án mats á áhrif­um og án sam­ráðs við at­vinnu­lífið og sjáv­ar­byggðir í land­inu. Slík vinnu­brögð grafa und­an trausti og eru ekki til þess fall­in að skapa sátt um mála­flokk­inn.

Í ljósi umræðunn­ar um mál­efni út­lend­inga und­an­farna daga er vert að minna á þann ár­ang­ur sem náðst hef­ur á síðustu miss­er­um. Með breyt­ing­um Sjálf­stæðis­flokks­ins á lög­um um út­lend­inga hef­ur verið dregið úr mis­notk­un og ósann­gjarnri byrði á kerfið – með því að fella niður sér­ís­lensk­ar málsmeðferðarregl­ur og færa fram­kvæmd­ina nær því sem tíðkast ann­ars staðar á Norður­lönd­um. Stór skref voru tek­in til að draga úr út­gjöld­um til mála­flokks­ins og aðstreymi um­sókna. Þetta voru ekki ein­fald­ar ákv­arðanir, en nauðsyn­leg­ar ef tryggja á burðugra og sann­gjarn­ara kerfi til lengri tíma.

Á alþjóðavett­vangi rík­ir óvissa. Tolla­stríð, sveifl­ur á mörkuðum og alþjóðleg átök varpa skugga á þróun heimsviðskipta. Við sjá­um hvernig viðskipta­stefna er í aukn­um mæli notuð sem vopn. Þess vegna skipt­ir ut­an­rík­is­stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins máli og þess vegna er lyk­il­atriði að Ísland haldi tryggð við opna alþjóðasam­vinnu og gildi frjálsra viðskipta. Viðskipti við um­heim­inn hafa verið for­senda þess að Ísland geti haldið uppi lífs­gæðum sín­um, skapað ný störf og tryggt sam­keppn­is­hæfni í sí­breyti­leg­um heimi.

Það er á okk­ar ábyrgð að verja þann grund­völl. Að láta ekki hug­mynd­ir um sí­vax­andi rík­is­um­svif, þyngri álög­ur og óá­byrg­an mála­til­búnað grafa und­an því sem hef­ur komið Íslandi meðal ríkja í fremstu röð.

Um þess­ar mund­ir eru blik­ur á lofti – en líka tæki­færi. Sjálf­stæðis­stefn­an býður upp á leið fram á við: í krafti fólks­ins, í krafti verðmæta­sköp­un­ar og í krafti traustra gilda.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 19. apríl 2025.