Af hverju er frí á páskunum?

18. apríl 2025

'}}

Diljá Mist Einarsdóttir alþingismaður:

Ég heim­sótti Mílanó í fyrsta sinn sum­arið 2023. Borg­in er sann­ar­lega hríf­andi, hef­ur allt það klass­íska sem fólk sæk­ir svo gjarn­an í á Ítal­íu – ekki síst mat­inn og list­ina. En borg­in er líka nú­tíma­leg og hef­ur ann­an brag og anda yfir sér en aðrir staðir sem ég hef heim­sótt í land­inu. Í Mílanó er að finna eitt þekkt­asta verk Leon­ar­do Da Vinci, Síðustu kvöld­máltíðina. Verkið er að finna á vegg inni í klaustri í borg­inni. Ég ein­setti mér því auðvitað að heim­sækja lista­verkið. Þegar við ferðalang­arn­ir kom­um að klaustr­inu urðum við fyr­ir mikl­um von­brigðum. Aðgang­ur að verk­inu er tak­markaður og aðeins hleypt inn í klaustrið í litl­um hóp­um sem hver hef­ur ákveðinn tíma til að virða verkið fyr­ir sér. Aðgangs­miðar voru því löngu upp­seld­ir og ljóst að við næðum ekki að líta verkið aug­um í ferðinni. Aðgangs­stýr­ing að þjóðarger­sem­um er þó ekki viðfangs­efni þessa pist­ils.

Verk Da Vinc­is er af síðustu kvöld­máltíð Jesú Krists með læri­svein­um sín­um. Heil­ög máltíð sem var dag­inn sem við köll­um skír­dag og minn­umst þess að Jesú þvoði fæt­ur læri­svein­anna. Á mynd­inni má sjá undr­un og hneyksl­an læri­svein­anna eft­ir að Jesú grein­ir þeim frá svik­un­um sem eru í vænd­um.

„Sann­lega segi ég ykk­ur: Einn af ykk­ur mun svíkja mig.“ (Matt. 26:21).

Í dag er ein­mitt skír­dag­ur og þekk­ing­ar­leysi fólks á pásk­un­um göm­ul saga og enn frek­ar ný. Ég hef þá a.m.k. lagt mitt af mörk­um og rifjað upp hluta sög­unn­ar með þeim sem þetta lesa.

Sann­ar­lega væri betri brag­ur á því að þeir sem hér búa þekktu meg­in­inn­tak páska­hátíðar­inn­ar. Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa ít­rekað lagt fram frum­varp, síðast und­ir for­ystu Birg­is Þór­ar­ins­son­ar, um að auka veg krist­in­fræðikennslu í grunn­skól­um. Áhersla á kristna trú um­fram önn­ur trú­ar­brögð helg­ast enda af menn­ingu okk­ar og tengsl­um henn­ar við trúna.

Hvað sem því líður stend­ur páska­hátíð nú yfir – helg­asta hátíð krist­inna manna. Frí­dag­arn­ir og kyrrðin, góður mat­ur og sam­vera með fjöl­skyld­unni sem við njót­um svo mörg þessa dag­ana. Föstu­dag­ur­inn langi sem fylg­ir skír­degi er vissu­lega sorg­ar­dag­ur, dag­ur­inn þegar ritn­ing­in rætt­ist og Kristi var hafnað og af­neitað og hann dæmd­ur til að deyja á krossi. En pásk­arn­ir eru gleðihátíð. Gleði yfir upprisu Jesú þegar von­in, trú­in og kær­leik­ur­inn sigruðu. Það er við hæfi að við bregðum á leik með börn­un­um, glöð og spennt fyr­ir mis­góðum rat­leikj­um og langþráðum sam­veru­stund­um. En minn­umst líka til­efn­is­ins, mitt í kjötsvim­an­um og páska­eggja­ofát­inu. Minn­umst boðskaps pásk­anna um upprisu og ei­líft líf.

„Ég er uppris­an og lífið. Sá sem trú­ir á mig mun lifa þótt hann deyi.“ (Jóh. 11:25)

Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. apríl 2025.