Skattar verða hækkaðir – með öðrum orðum

14. apríl 2025

'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir alþingismaður:

Skatt­ar verða ekki hækkaðir á al­menn­ing.“

Þessi setn­ing, og aðrar keim­lík­ar, voru meðal þeirra skila­boða sem nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar­flokk­ar sendu kjós­end­um fyr­ir kosn­ing­ar. Fög­ur fyr­ir­heit í aðdrag­anda kosn­inga.

Það er snú­in staða ef aldrei stóð til að efna gef­in lof­orð. And­spæn­is þeim vanda hafa valda­menn tvo kosti; að gang­ast við því að inni­stæðulaus lof­orð voru gef­in, eða, það sem nú er orðin þjóðaríþrótt rík­is­stjórn­ar­inn­ar, að skil­greina lof­orðið upp á nýtt. Nú er reynt að hylma yfir raun­veru­leg­ar fyr­ir­ætlan­ir með orðal­eikj­um. Skatta­hækk­an­ir eru nú „leiðrétt­ing­ar“ og „al­menn­ing­ur“ ekki leng­ur all­ir lands­menn – aðeins sum­ir. Það er engu lík­ara en það hafi verið ein af hagræðing­ar­til­lög­un­um að hagræða sann­leik­an­um.

Sann­leik­ur­inn er hins veg­ar sagna best­ur. Nú hef­ur rík­is­stjórn­in kynnt hvorki meira né minna en þrjár til­lög­ur að skatta­hækk­un­um.

Í fyrsta lagi hyggst rík­is­stjórn­in auka skatt­byrði fjöl­skyldu­fólks um allt land, fólks sem rekið hef­ur sitt heim­ili sem eina heild í sam­vinnu sín á milli, með niður­fell­ingu sam­skött­un­ar. Breyt­ing­in er kynnt sem skref í átt til jafn­rétt­is en er í reynd skatta­hækk­un sem bitn­ar verst á barna­fjöl­skyld­um.

Í öðru lagi ligg­ur fyr­ir Alþingi frum­varp sem fel­ur í sér að sveit­ar­fé­lög­in verði í reynd neydd til að hækka út­svar. Leggi sveit­ar­fé­lög ekki á há­marks­út­svar hyggst ríkið skerða fram­lög til þeirra úr Jöfn­un­ar­sjóði. Auðsýni­lega er ekki um annað að ræða en hót­un í garð þeirra sveit­ar­fé­laga sem sýnt hafa ábyrgð í rekstri. Tekið er fyr­ir mögu­leika sveit­ar­fé­laga til þess að skila ávinn­ingi góðs rekstr­ar til íbúa í formi lægra út­svars. Hér er seilst lengra ofan í vasa íbúa vel rek­inna sveit­ar­fé­laga. Útsvars­hækk­un er skatta­hækk­un á alla, enda greiðir meg­inþorri launa­fólks hærra út­svar en tekju­skatt til rík­is­ins.

Í þriðja lagi hyggst rík­is­stjórn­in stór­hækka veiðigjöld á sjáv­ar­út­veg, und­ir yf­ir­skini leiðrétt­ing­ar og rétt­læt­is. Þessi skatta­hækk­un mun draga úr sam­keppn­is­hæfni út­flutn­ings­grein­ar­inn­ar, ógna störf­um í minni byggðum og auka óvissu. Þegar álög­ur aukast á fyr­ir­tæki hef­ur það keðju­verk­andi áhrif á laun, fjár­fest­ingu og lífs­kjör fólks­ins í land­inu.

Þótt rík­is­stjórn­in reyni eft­ir fremsta megni að fela skatta­hækk­an­ir með orðal­eikj­um ætti eng­um að dylj­ast að hún lít­ur á fólkið og fyr­ir­tæk­in í land­inu sem óþrjót­andi tekju­lind – vasa sem hægt er að seil­ast sí­fellt dýpra og dýpra ofan í.

Rík­is­stjórn sem kall­ar skatta­hækk­an­ir „leiðrétt­ing­ar“ er ekki að leiðrétta nokk­urn skapaðan hlut – hún er að villa um fyr­ir fólki og víkj­ast und­an eig­in ábyrgð. Það á að segja hlut­ina eins og þeir eru. Skatt­ar verða hækkaðir – bara með öðrum orðum.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 11. apríl 2025.