Þrákelknislega er þrengt að Reykjavíkurflugvelli

11. apríl 2025

'}}

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Árið 2013 samþykkti borg­ar­stjórn aðal­skipu­lag sem kvað á um mark­visst niðurrif á Reykja­vík­ur­flug­velli. Skipu­lagið fól í sér fækk­un flug­brauta og að flug­starf­sem­in yrði lögð niður með öllu árið 2024.

Skipu­lagið mætti harðri and­stöðu al­menn­ings og met­fjölda und­ir­skrifta var safnað fyr­ir óbreyttri starf­semi flug­vall­ar­ins. Reykja­vík­ur­borg var knú­in til að setja málið í sátta­ferli, sem fól í sér áfram­hald­andi starf­semi vall­ar­ins á meðan leitað væri að nýj­um stað sem gæti leyst Reykja­vík­ur­flug­völl af hólmi.

Ljóst er að Sam­fylk­ing­in og aðrir vinstri­flokk­ar í borg­ar­stjórn eru afar ósátt við að þeim skuli ekki enn hafa tek­ist að leggja Reykja­vík­ur­flug­völl niður í heilu lagi. Þau kjósa því að þrengja að flug­vell­in­um í skref­um í von um að gera rekst­ur hans smám sam­an erfiðari og að á end­an­um neyðist flug­mála­yf­ir­völd til að loka hon­um.

Lok­un flug­braut­ar

Ný­leg lok­un aust­ur-vest­ur flug­braut­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar er bein af­leiðing þess­ar­ar þreng­ing­ar­stefnu. Braut­inni var lokað fyr­ir al­mennri flug­um­ferð í sex vik­ur, frá 8. fe­brú­ar til 25. marz sl., þar sem hæð trjá­gróðurs í Öskju­hlíð var tal­in ógna flu­gör­yggi. Á áður­nefndu tíma­bili var braut­in lokuð fyr­ir sjúkra­flugi í þrjár vik­ur.

Sam­göngu­yf­ir­völd töldu lok­un braut­ar­inn­ar óhjá­kvæmi­lega, þar sem Reykja­vík­ur­borg hefði ekki staðið við skýra samn­inga um að trjá­gróðri í Öskju­hlíð skyldi haldið í skefj­um í þágu flu­gör­ygg­is.

Slíkt mál ætti auðvitað ekki að vera póli­tískt held­ur tækni­legt. Málið er þó rammpóli­tískt, þar sem vinstri­flokk­arn­ir vilja flug­völl­inn feig­an. Það skýr­ir hvers vegna Reykja­vík­ur­borg hundsaði skýr samn­ings­ákvæði um trjá­fell­ingu í þágu flu­gör­ygg­is.

Upp­bygg­ing ógn­ar flu­gör­yggi

Á kjör­tíma­bil­inu hafa vinstri meiri­hlut­ar í borg­ar­stjórn unnið að skipu­lagi vegna upp­bygg­ing­ar í „Nýja Skerjaf­irði“. Ljóst er að slík byggð myndi þrengja að starf­semi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar og skerða nota­gildi hans frá því sem nú er. Isa­via hef­ur ít­rekað lýst yfir áhyggj­um af áhrif­um viðbót­ar­byggðar í Skerjaf­irði á flu­gör­yggi og þjón­ustu­getu flug­vall­ar­ins.

Óaf­greidd ör­ygg­is­mál

Sum­arið 2023 sendi Isa­via þrjú er­indi til Reykja­vík­ur­borg­ar með ósk um smá­vægi­leg­ar breyt­ing­ar á skipu­lagi í því skyni að auka ör­yggi á Reykja­vík­ur­flug­velli.

Eitt er­indið varðar breyt­ingu á deili­skipu­lagi vegna nýrra aðflugs­ljósa við vest­ur­enda flug­vall­ar­ins. Um er að ræða mik­il­vægt ör­ygg­is­mál vegna aðflugs að vell­in­um.

Annað er­indið snýst um færslu á eldsneyt­is­geym­um á flug­vall­ar­svæðinu. Nú eru sum­ir þeirra staðsett­ir á óheppi­leg­um stað með til­liti til flu­gör­ygg­is og meng­un­ar­mála. Um langt skeið hef­ur verið áformað að flytja geym­ana til í því skyni að auka ör­yggi og draga úr akstri yfir flug­braut­ir. Um mik­il­vægt ör­ygg­is­mál er að ræða.

Þriðja er­indið varðar beiðni um upp­setn­ingu á mynda­vélam­astri fyr­ir fjart­urn á flug­vell­in­um. Um er að ræða mik­il­vægt ör­ygg­is- og rekstr­ar­mál vegna um­ferðar­stjórn­un­ar á og við völl­inn. Unnt er að gera um­hverf­islista­verk úr mastr­inu eins og gert hef­ur verið í sam­bæri­leg­um til­vik­um er­lend­is.

Um tutt­ugu mánuðum eft­ir að er­ind­in voru send bár­ust loks
álit um­sagn­ir frá borg­inni varðandi tvö mál­in þar sem kveðið er á um að vinna þurfi deili­skipu­lagstil­lögu um þau áður en lengra sé haldið.

Óhæfi­leg­ur drátt­ur

Ekk­ert er­ind­anna hef­ur enn hlotið af­greiðslu og skýr svör hafa ekki feng­ist um hvort viðkom­andi fram­kvæmd­ir verði leyfðar. Óhæfi­leg­ur drátt­ur hef­ur því orðið á meðferð mál­anna hjá borg­inni. Er ámæl­is­vert að sjálf­sagðar end­ur­bæt­ur í ör­ygg­is­skyni hljóti ekki greiðlega meðferð í borg­ar­kerf­inu held­ur verði töf­um og skeyt­ing­ar­leysi að bráð.

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa lagt til að áður­nefnd mál verði lögð fyr­ir um­hverf­is- og skipu­lags­ráð borg­ar­inn­ar sem fyrst til um­fjöll­un­ar og af­greiðslu. Óviðun­andi er að slík ör­ygg­is­mál Reykja­vík­ur­flug­vall­ar hrak­hrauf­ist um borg­ar­kerfið árum sam­an án niður­stöðu.

Greinin birtist i Morgunblaðinu 10. apríl 2025.