Aðalfundur hjá Sjálfstæðisfélögum Hafnarfjarðar, Stefni, Vorboða og Fram fer fram þriðjudaginn 1. apríl kl.19:00 á Norðurbakka 1
- Stefnir kl 19:00, Vorboði kl 19:00 og Fram 19:30.
- Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, kosið verður í stjórnir félaganna, í fulltrúaráð og kjördæmisráð.
- Kjörnefnd hefur verið skipuð og hún mun fara yfir umsóknir um stjórnarsetu og leggja fram tillögu til samþykktar á fundunum.
Áhugasamir sem vilja taka sæti í stjórn félaganna er bent á að senda póst á hafnarfjordur@xd.is fyrir lok sunnudaginn 30. mars 2025 merkt "Framboð til stjórnarsetu í Fram, Vorboða eða Stefnir" (eftir því í hvaða félagi sóst er eftir að starfa með).
Hér er viðburðurinn á Facebook
Með kveðju formenn félaganna.
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Fulltrúaráð Hafnarfjarðar boðar hér með til aðalfundar þriðjudaginn 1. apríl 2025 kl: 20:00 að Norðurbakka 1a.
Dagskrá aðalfundar
- Skýrsla stjórnar
- Kynning á ársreikning
- Kjör stjórnar og skoðunarmanna
- Kjör í kjördæmisráð
- Skýrslur flokksfélaga
- Lagabreytingar
- Önnur mál
Áhugasamir sem vilja taka sæti í stjórn fulltrúaráðsins skulu sendast á hafnarfjordur@xd.is fyrir lok sunnudaginn 30. mars 2025 merkt “Framboð til stjórnarsetu í Fulltrúaráði Hafnarfjarðar”.
Tillögur að lagabreytingum sem liggja fyrir fundinum
- 3. grein 1 málsgrein í stað “Fulltrúaráðið skal skipað 90 fulltrúum, auk þeirra sem eru sjálfkjörnir skv. lið 1.a ‑ 1.e hér að neðan, eða samkvæmt skiplagsrelgum.” Kemur “Fulltrúaráðið skal skipað 180 fulltrúum, auk þeirra sem eru sjálfkjörnir skv. lið 1.a ‑ 1.f hér að neðan, eða samkvæmt skiplagsrelgum Sjálfstæðisflokksins.”
- 3 grein, 1liður, a) í stað “Reykjaneskjördæmi” kemur “Suðvesturkjördæmi”
- 3.grein 1 liður, c) í stað “fyrrverandi bæjarfulltrúar flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar (aðalfulltrúar);” kemur “fyrrverandi bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar (aðalfulltrúar);”
- 3. grein 3 liður fellur út “skuldlausra” og í stað “1. október ár hvert” kemur “viku fyrir aðalfund fulltrúaráðsins”
- 3. grein 2 málsgrein í stað “Kosning fulltrúa til fulltrúaráðs skal fara fram í félögum í sept-nóv. á þar til löglega boðuðum fundi og skal kosningarinnar getið í fundarboði.” kemur “Kosning fulltrúa til fulltrúaráðs skal fara fram í félögum á aðalfundi félaganna og skal kosningarinnar getið í fundarboði.”
- 4. grein 2 málsgrein í stað “Stjórnarmenn skv. 1. og 2. lið skulu kosnir sérstaklega á aðalfundi fulltrúaráðsins. Formaður fjármálanefndar er jafnframt gjaldkeri fulltrúaráðsins. Ekki getur einn og sami aðili gegnt nema einu embætti samtímis sbr. lið 1‑3. Þá kýs aðalfundur 2 endurskoðendur.” kemur “Formaður skal skal kosinn sérstaklega á aðalfundi fulltrúaráðsins. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi fulltrúaráðsins eftir aðalfund. Þá kýs aðalfundur 2 skoðunarmenn.”
- 5 grein 2 málsgrein í stað “Aðalfundur skal að jafnaði haldinn í nóvembermánuði og boðaður á sannanlegan hátt með viku fyrirvara.” kemur “Aðalfundur skal að jafnaði haldinn á tímabilinu 1. febrúar – 30. apríl ár hvert og boðaður á sannanlegan hátt með viku fyrirvara.”
- 5 grein 3 málsgrein fellur út og í stað kemur
- “Störf aðalfundar skulu vera þessi:
-
-
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar fulltrúaráðsins.
- Kjör stjórnar og skoðunarmanna skv. 4. grein.
- Kjör fulltrúa í kjördæmisráð og varamanna samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins.
- Skýrslur flokksfélaga.
- Lagabreytingar.
- Önnur mál.”
-
- 5 grein, 4 málsgrein í stað “Fundir fulltrúaráðsins eru lögmætir ef helmingur fulltrúa mætir.” kemur “Aðalfundir fulltrúaráðsins eru lögmætir ef löglega hefur verið til þeirra boðað.”
- 5 grein, 5 málsgrein í stað “endurskoðendur” kemur “skoðunaramenn”
- 6 grein, 1 málsgrein fellur út “þó ekki formenn þeirra, sbr. 4. grein. Nefndirnar skipa sér sjálfar varaformenn.”
- 6 grein, 1 liður fellur út “sem skipuð sé ekki færri en 5 mönnum. Hlutverk hennar er að skipuleggja og vinna að öflun tekna, annarra en fastatekna sbr. 8. grein, til handa fulltrúaráðinu og flokksstarfinu í heild.”
- 6 grein, 2 liður fellur út “, sem skipuð skal 3 mönnum. Hlutverk hennar er að aðstoða stjórn fulltrúaráðsins við alla starfstilhögun á skrifstofu flokksins, svo og að annast um hvernig allri upplýsingaþjónustu og annarri flokksstarfsemi, sem snertir þær kosningar er flokkurinn tekur þátt í, verði háttað.”
- 6 grein, 3 liður fellur út “sem skipuð skal 3 mönnum. Skal hún sjá um allan rekstur Sjálfstæðishússins.”
- 6 grein, 4 liður fellur út “sem skipuð skal 7 mönnum. Hlutverk blaðstjórnar er að annast og sjá um útgáfu Hamars, blaðs flokksins í Hafnarfirði. Þegar sérstakur ritstjóri er ráðinn að blaðinu, skal það gert af stjórn fulltrúaráðsins að fengnum tillögum blaðstjórnar.”
- 6 grein, 5 liður c) í stað “8 nefndarmenn kjörnir af fulltrúaráðinu eftir uppástungum.” Kemur “Nefndarmenn kjörnir af fulltrúaráðinu eftir uppástungum, þar til að nefndin telur 7 manns.”
- 11. grein í stað “skulu halda með sér fundi mánaðarlega yfir vetrartímann til þess að ræða mál er fyrir kunna að koma bæði í bæjar‑ og þjóðmálum.” Kemur “, skulu halda með sér fundi einu sinni á ári í það minnsta.”
- 12 grein bætist við “og 1 apríl 2025”