Nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins er á ferð og flugi um landið um þessar mundir til fundar við landsmenn bæði til að hlusta, eiga samtal við fólk og vinna að því að festa stefnu Sjálfstæðisflokksins enn frekar í sessi.
Að þessu sinni byrjar forystan í Garðabæ, heldur síðan vestur á firði, þá austur á land, síðan norður og að lokum vestur og suður.
Fundirnir eru öllum opnir og vonast forystan til að hitta sem flesta til að ræða málin.
Opnir fundir á næstu tveimur vikum verða sem hér segir:
Laugardaginn 22. mars kl. 11 verður opinn fundur í félagsheimili Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ
Mánudaginn 24. mars kl. 12 verður opinn fundur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði
Þriðjudaginn 25. mars
- kl. 12 verður opinn fundur á Hótel Berjaya Egilsstöðum
- kl. 17 verður opinn fundur í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði
Miðvikudaginn 26. mars
- kl. 12 verður opinn fundur í Sjómninjasafninu Fjallabyggð
- kl. 19:30 verður afmælisfundur Sleipnis í sjálfstæðissalnum Geislagötu 5, Akureyri
Fimmtudaginn 27. mars
- kl. 12 verður opinn fundur á Sauðá, Sauðárkróki
- kl. 18 verður opinn fundur áhótel Vesturlandi í Borgarnesi.
Laugardaginn 29. mars kl. 10:30 verður opinn fundur á Selfossi
Sjálfstæðisflokkurinn