Aðalfundir félaga og fulltrúaráðs í Rangárvallasýslu

10. mars 2025

'}}

Aðalfundir sjálfstæðisfélaga og fulltrúaráðsins í Rangárvallasýslu fara fram mánudagskvöldið 17. mars næstkomandi.

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins verður heiðursgestur á aðalfundi fulltrúaráðsins.

Fjölnir, félag ungra sjálfstæðismanna

Aðalfundur Fjölnis, félags ungra sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu verður haldinn mánudagskvöldið 17. mars nk. kl. 19:00 í Hvolnum litla sal á Hvolsvelli.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Lagabreytingar
  3. Önnur mál

Unnið er að því að yfirfara lögin í heild og lesa saman við skipulagsreglur.

Félagsmenn hvattir til að mæta

Stjórnin

Sjálfstæðisfélagið Kári

Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Kára verður haldinn mánudagskvöldið 17. mars nk. kl. 19:30 í Hvolnum litla sal á Hvolsvelli.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Lagabreytingar
  3. Önnur mál

Lagabreytingar snúa að því að stytta kjörtímabil stjórnarmanna niður í 1 ár og almenn endurskoðun til samræmis við skipulagsreglur.

Félagsmenn hvattir til að mæta

Stjórnin

Sjálfstæðisfélagið Fróði

Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins Fróða verður haldinn mánudagskvöldið 17. mars nk. kl. 19:30 í Safnaðarheimilinu á Hellu.

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Önnur mál

Félagsmenn hvattir til að mæta

Stjórnin

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu

Aðalfundur Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Rangárvallasýslu verður haldinn mánudagskvöldið 17. mars nk. kl. 21:00 í Safnaðarheimilinu á Hellu.

Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins verður sérstakur gestur fundarins. 

Dagskrá:

  1. Venjuleg aðalfundarstörf
  2. Ávarp Guðrúnar Hafsteinsdóttur formanns Sjálfstæðisflokksins 
  3. Önnur mál

Fundurinn er opinn öllu sjálfstæðisfólki í sýslunni en einungis þeir sem sitja í fulltrúaráði hafa atkvæðisrétt undir lið 1.

Stjórnin

Close menu