Aðalfundur Eddu, félag sjálfstæðiskvenna í Kópavogi verður haldinn miðvikudaginn 12. mars kl. 17:00 að Hlíðasmára 19.
Sérstakur gestur okkar verður nýkjörin formaður sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Samþykkt reikninga
- Ákvörðun árgjalds
- Lagabreytingar
- Kosning formanns
- Kosning stjórnar
- Kosning skoðunarmanna
- Kosning fulltrúa í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi
- Kosning fulltrúa í kjördæmisráð Suðvesturkjördæmis
- Önnur mál.
Stjórn félagsins leggur hvorki til lagabreytingar né að árgjald verði innheimt.
Við hvetjum áhugasamar félagskonur að gefa kost á sér í stjórn félagsins.
Við viljum einnig minna konur á að skrá sig í félagið í gegnum mínar síður: Innskráning
Framboð til stjórnar, sem og aðrar tillögur fyrir fund, skulu hafa borist stjórn félagsins eigi síðar en tveimur sólarhringum fyrir aðalfund.
Framboð skulu send á xdkop@xdkop.is fyrir þann tíma.
Stjórn Eddu, félags sjálfstæðiskvenna í Kópavogi.