Bein útsending: Ritari Sjálfstæðisflokksins kjörinn

2. mars 2025

'}}

Kosning til tíunda formanns Sjálfstæðisflokksins hófst kl. 11.30 á landsfundi flokksins í dag en búist er við að úrslit verði kunngjörð um kl. 13.00 þegar búið er að telja þau ríflega 2.000 atkvæði munu berast kjörstjórn. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Guðrún Hafsteinsdóttir berjast um formannsembættið en ljóst er að í fyrsta sinn verður kona formaður flokksins.

Í beinu framhaldi af kosningu til formanns verður kosið um varaformannsembættið en þar hafa boðið sig fram Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason. Vilhjálmur Árnason er svo einn, enn sem komið er, í framboði til ritara. Bein útsending er frá kosningunni en hana má sjá í spilaranum hér að neðan.