Ríflega 15.000 manns horfðu á ræðu Bjarna Ben

1. mars 2025

'}}

Það voru ekki bara rúmlega 2.000 gestir Laugardalshallar í gær sem fylgdust með setningarræðu Bjarna Benediktssonar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2025 heldur voru einnig ríflega 15.000 manns sem fylgdust með ræðunni í beinu streymi.

Fréttamiðlarnir Vísir.is, mbl.iso og ruv.is sýndu allir beint frá ræðunni í gegnum streymi frá landsfundi og þá var hún einnig í beinni á XD.is og á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins. Um 13.000 manns fylgdust með ræðunni á fréttaveitunum og tæplega 1.500 bættust svo við á Facebook.

Bjarni Benediktsson fór á kostum í ræðu sinni sem var um klukkustundar löng en hann gerði þar upp gamla tíma, horfði til framtíðar og skaut föstum skotum á nýja ríkisstjórn en þakkaði vissulega mótherjum sínum í gegnum tíðina fyrir að ,,gera hlutina stundum mjög erfiða" eins og hann komst að orði.

Þetta var síðasta setningarræða Bjarna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins en í dag verður sérstakur viðburður í beinu streymi þar sem samferðamenn hans í gegnum tíðina segja góðar sögur af kappanum og fara í gegnum hans pólitíska líf í hressandi pallborði. Það hefst kl. 13.00.

Ræðuna frá því í gær má sjá hér að neðan.