Laugardagur á landsfundi

1. mars 2025

'}}

Landsfundur 2025 heldur áfram í dag, laugardag, eftir fjörugan föstudag þar sem hæst bar setningarræða Bjarna Benediktssonar. Bjarni kvaddi hið pólitíska svið með ræðu fyrir framan tæplega 2.200 manns. Bjarni lauk tæplega 16 ára valdatíð sinn sem formaður með stæl.

Laugardalshöll opnar kl. 8.30 í dag og verður málefnastarfi haldið áfram kl. 9.15 og kosningar til stjórna málefnanefnda fara svo af stað kl. 10.00 en þær eru rafrænar. Málefnanefndir eiga að ljúka störfum kl. 11.00 og verður þá afgreiðsla ályktana í stóra salnum.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fer með varaformannsræðu sína í dag og þá mun Vilhjálmur Árnason gera grein fyrir skýrslu ritara og Þórður Þórarinsson greinir frá skýrslu framkvæmdastjóra. Kl. 13.00 verður svo sérstakur viðburður þar sem Bjarni Benediktsson verður kvaddur með stæl.

Það færist svo fjör í leika þegar frambjóðendur til formanns, varaformanns og ritara halda framboðsræður sínar en eins og allir vita bítast nú Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir um formannsembættið. Diljá Mist Einarsdóttir og Jens Garðar Helgason eru svo bæði í framboði til varaformanns.

Um kvöldið verður svo slegið upp mikilli veislu í Laugardalshöllinni þegar að landsfundarhófið fer fram.

Allt um landsfundinn 2025 má sjá hér og alla dagskrána má sjá hér.