Klukkan 10.00 í dag á landsfundi hefjast kosningar til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins sem og málefnanefnda en þær standa yfir til kl. 11.00 á sunnudaginn og verða úrslitin kunngjörð áður en farið verður af stað í kosningu til formanns, varaformanns og ritara.
Mikill áhugi er á meðal Sjálfstæðismanna á taka sæti í miðstjórn en 22 eru í framboði og berjast um sætin sex sem í boði eru á landsfundinum. Sjálfkjörnir í miðstjórn eru formaður flokksins, varaformaður, ritari, formaður þingflokks og fleiri. Sex eru kjörnir af kjördæmisráðum og sem fyrr segir aðrir sex fá sæti í gegnum landsfundinn.
Hægt er að kynna sér alla frambjóðendur til miðstjórnar með því að smella hér.
Það er svo mikill fjöldi sem vill taka sæti í hinum gríðarlega virku og vel sóttu málefnanefndum Sjálfstæðisflokksins en starf þeirra er ávallt stór hluti af landsfundi. Alls er kosið í átta nefndir en flestir sækjast eftir sæti í efnahags- og viðskiptanefnd eða 22 Sjálfstæðismenn.
Hér má kynna sér frambjóðendur í hverri nefnd fyrir sig: Allsherjar- og menntamálanefnd - Atvinnuveganefnd - Efnahags- og viðskiptanefnd - Fjárlaganefnd - Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd - Umhverfis- og samgöngunefnd - Utanríkismálanefnd - Velferðarnefnd