Sérstök hátíðardagskrá var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag þegar Bjarni Benediktsson, fráfarandi formaður, var kvaddur með stæl. Hildur Björnsdóttir ræsti dagskrána og hélt stutta tölu og eftir það fór Björn Bjarnason yfir líf og störf Bjarna Benediktssonar. Ekki komið að tómum kofanum þar.
Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna og fyrrverandi fjölmiðlamaður, stýrði svo rosalega skemmtilegu pallborði þar sem gestir voru í tveimur hollum; Illugi Gunnarsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Kristján Þór Júlíusson, Sigurður Kári Kristjánsson, Ásthildur Sturludóttir og síðast en ekki síst Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þau léku á als oddi og sögðu skemmtilegar sögur af Bjarna áður en hann var svo kallaður upp undir lokin og fékk blómvönd frá Þórdísi undir dúndrandi lófataki.
Seinni hlutann af dagskránni má sjá hér að neðan en sá fyrri kemur von bráðar.