Málefnanefndirnar fóru á fulla ferð í sína vinnu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag. Málefnanefndirnar halda áfram sínum störfum frá kl. 9.15 í fyrramálið áður en starfi þeirra lýkur og við tekur afgreiðsla þeirra í stóra salnum.
Miklar umræður sköpuðust í öllum nefndum þar sem sumstaðar var aðeins tekist á eins og vera ber en málefnastarfið er einn af hornsteinum landsfundar Sjálfstæðisflokksins hverju sinni.
Eftir daginn skiluðu þrjár nefndir inn uppfærðum drögum að ályktunum sem má finna hér að neðan en það voru fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og utanríkismálanefnd.
Uppfærðar ályktarnir í fjárlaganefnd.
Uppfærðar ályktarnir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Uppfærðar ályktanir í utanríkismálanefnd.
Hér má sjá allar ályktanir fyrir landsfund ásamt þeim uppfærðu á einum stað.