Sjálfstæðismenn gangi sameinaðir af landsfundi

28. febrúar 2025

'}}

Ragnar Sigurðsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð og formaður sveitarstjórnarráðs Sjálfstæðisflokksins:

Lands­fund­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins, stærsta póli­tíska sam­koma lands­ins, er hand­an við hornið og eðli­lega rík­ir eft­ir­vænt­ing í röðum flokks­manna. Meg­in­verk­efni hans er að velja nýja for­ystu, skerpa á stefnu og þétta raðir fyr­ir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar.

Styrk­ur flokks­ins sést á þeim glæsi­legu fram­bjóðend­um sem gefa kost á sér til for­mennsku. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir og Guðrún Haf­steins­dótt­ir eru kon­ur sem hafa gengið inn með gusti í ís­lenska póli­tík. Að þeim báðum er sómi.

Lang­stærsti stjórn­mála­fund­ur lands­ins

Eng­in til­vilj­un er að all­ir fjöl­miðlar fylgj­ast grannt með for­manns­kjör­inu. Það skipt­ir miklu þegar lang­stærsti stjórn­mála­fund­ur lands­ins vel­ur for­ystu. Ég er stolt­ur af því að til­heyra stjórn­mála­flokki þar sem raun­veru­leg sam­keppni rík­ir um for­mann­sembætti og önn­ur trúnaðar­störf. Mik­ill áhugi á fund­in­um sýn­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn lif­andi vett­vang þeirra sem vilja láta til sín taka. Fólk sæk­ist eft­ir þátt­töku, því þar gefst ein­stakt tæki­færi til að hafa áhrif á framtíð flokks og þjóðar. Í krafti lýðræðis er tek­ist á um menn og mál­efni en að end­ingu göng­um við sam­einuð frá fundi. Skipt­ar skoðanir auka kraft frem­ur en að draga úr, svo lengi sem kappið sundr­ar ekki.

Eng­inn stjórn­mála­flokk­ur á Íslandi get­ur státað af jafnöflugri þátt­töku og brenn­andi áhuga á stefnu­mót­un á lands­fundi.

For­manns­fram­bjóðend­urn­ir hafa lagt kapp á að kynna sig og fyr­ir hvað þeir standa. Að sama skapi kynna stuðnings­menn af hvaða sök­um þeir eru best til for­ystu falln­ir. Eðli­lega er tek­ist á um sjón­ar­mið, og stöku sinn­um hitn­ar í kol­un­um meðal lands­fund­ar­gesta þegar tek­ist er á um skoðanir og reynt að sann­færa flokks­menn um kosti fram­bjóðenda.

Mik­il­væg­asta verk­efnið

Það má þó aldrei gleym­ast að mik­il­væg­asta verk­efnið hefst að lokn­um lands­fundi: Að standa sam­einuð að baki for­ystu flokks­ins – hver sem hún verður – og fylkja sér um sam­eig­in­lega stefnu og framtíðar­sýn.

Gefa póli­tísk­um and­stæðing­um Sjálf­stæðis­flokks­ins ekki færi á að gleðjast yfir sundr­ungu inn­an okk­ar raða. Það mein hæf­ir vinstri­flokk­un­um.

Sam­einaðir sjálf­stæðis­menn að lands­fundi lokn­um snúa bök­um sam­an og hefja það mik­il­væga verk­efni að vinna flokkn­um, stefnu hans og fram­bjóðend­um fylgi í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er lang­stærsti flokk­ur á sveit­ar­stjórn­arstigi og hef­ur flesta full­trúa um allt land.

Sjálf­stæðis­menn þurfa að vinna borg­ina og kom­ast í meiri­hluta, Reyk­vík­inga vegna. Sund­ur­lyndisöfl hafa ráðið þar of lengi. Við Sjálf­stæðis­menn þurf­um líka að halda sterkri stöðu í stór­um sveit­ar­fé­lög­um og vinna ný vígi.

Lát­um ekki heil­brigð skoðana­skipti á lands­fundi grafa und­an styrk Sjálf­stæðis­flokks­ins. Með sam­stöðu, krafti og skýrri framtíðar­sýn tryggj­um við að sjálf­stæðis­stefn­an móti áfram sam­fé­lagið til hins betra um ókomna tíð.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 28. febrúar 2025.