Ræða Bjarna opin öllum sjálfstæðismönnum

28. febrúar 2025

'}}

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins setur 45. landsfund Sjálfstæðisflokksins í dag kl. 16:30 í Laugardalshöll.  Allir sjálfstæðismenn eru velkomnir í Laugardalshöll kl. 16:30 til að fylgjast með setningaræðunni.

Málefnastarf fer fram frá kl. 10 í dag, föstudag, bæði í Valhöll og Laugardalshöll. Öllum sjálfstæðismönnum er velkomið að taka þátt í málefnastarfi dagsins. Sjá nánar í dagskrá landsfundar hér. 

Á morgun laugardag og á sunnudag er fundurinn hins vegar lokaður öðrum en landsfundarfulltrúum.

Kjör til forystu flokksins fer fram á sunnudag.