Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 fer af stað í dag en Laugardalshöll opnar kl. 8.45 og hefjast fundir málefnanefnda kl. 10.00.
Vinna heldur áfram til 16.30 þegar að fundurinn verður formlega settur með setningarræðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins.
Eins og alltaf verða kjördæmin með móttöku og gleðskap á þessum fyrsta degi landsfundar til að hrista hópinn saman. En, hvar verður glatt á hjalla og hvar ætlar hvert kjördæmi að skála?
Reykvíkingar sameinast í Valhöll þar sem veitingar verða í boði frá kl. 18.30 og trúbadorinn Sæþór Már Hinriksson stígur á stokk og tryllir lýðinn.
Suðvesturkjördæmi verður með sína móttöku í Þróttaraheimilinu að Engjavegi 7 frá kl. 18.00, aðeins steinsnar frá Laugardalshöllinni og Suðurkjördæmi verður í hinum skemmtilega Akógessal að Lágmúla 4. Þar hefjast leikar kl. 20.00.
Móttaka norðvesturkjördæmis verður í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1, frá kl. 19.30 og norðausturkjördæmi flautar til leiks kl. 19.30 í Borgartúni 22, sal Flugvirkjafélagsins.