Tryggðu þér sæti á landsfundarhófið

25. febrúar 2025

'}}

Frábær sala er á okkar glæsilega landsfundarhóf sem haldið verður laugardagskvöldið 1. mars í Laugardalshöll. Húsið opnar kl. 19:00.

Útlit er fyrir að verði uppselt á hófið og því er fólk hvatt til að ganga frá miðakaupum sem fyrst. Almennt miðaverð er kr. 17.400. Hægt er að ganga frá miðakaupum hér.

Leggðu flokknum lið og pantaðu bestu borðin, þau eru vissulega dýrari 🙂 Hægt er að ganga frá miðakaupum á styrktarborðum hér.

Boðið verður upp á þriggja rétta hátíðarkvöldverð sem einnig verður hægt að fá í vegan útgáfu - matseðil kvöldsins má nálgast hér.

Veislustjórar kvöldsins verða Hraðfréttatvíeykið Benni og Fannar og Gullfoss og Geysir leika fyrir dansi.