Snorri Ásmundsson listamaður gefur kost á sér til formanns Sjálfstæðisflokksins.
„Heimurinn er í óvissu og stendur og gapir yfir framvindu heimsmála eftir að Trump tók völdin aftur í hvíta húsinu og þjóðir heimsins vopnvæðast og setja sig í varnar stellingar. Á svona tímum þurfum við sterka og vitra forystu sem hefur þor til að standa gegn gráðugu illu öflunum,“ segir í tilkynningu frá Snorra.
Snorri er fæddur á Akureryi 1966. Hann stundaði nám við Myndlistaskólann á Akureyri frá unga aldri og hefur haldið á annað tug einkasýninga og tekið þátt í nokkrum samsýningum hérlendis og erlendis.
Snorri rak sýningarrýmið „The International Gallery of Snorri Ásmundsson“ í Listagilinu á Akureyri 1994 - 1997 og ásamt öðrum listamönnum galleríið Kling og bang í Reykjavík. Snorri er heiðursborgari Akureyrar og Seyðisfjarðar.