Landsfundarhóf og málstofa landssambands sjálfstæðiskvenna

25. febrúar 2025

'}}

Senn líður að landsfundi og venju samkvæmt Landsfundarhófi LS sem haldið verður hátíðlegt með kokteil þann 27. febrúar kl 18:00-20:30 í Fantasíusal vinnustofu Kjarval við Austurvöll. Gengið er inn frá Austurstræti hægra megin við Vínbúðina.

Boðið verður uppá léttar veitingar og ljúfa tóna. Þá verður Þórdís Kolbrún Reykfjörð fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins verður heiðruð fyrir sín störf í þágu flokksins.

Við sjálfstæðiskonur erum svo heppnar að tveir öflugir formannsframbjóðendur koma úr okkar röðum þetta árið og verða þær báðar á staðnum og við munum taka létt spjall með þeim. Veislustjóri kvöldsins verður Ólöf Skaftadóttir, sem tryllt hefur landann í hlaðvarpinu Komið Gott undanfarin misseri.

Miðaverð á Landsfundarhófið er 5.500 kr og hægt er að skrá sig  hér (https://forms.gle/DnriQkGMvHYa8Wm27) skráning er staðfest þegar búið er að greiða upphæðina inn á reikning LS: Reikningsnúmer: 0334-26-002150 og kt: 571078-0159 og senda staðfestingu á ls@xd.is.

Tækifæri í tímamótum.

Líkt og fyrir síðasta landsfund efnir landssamband sjálfstæðiskvenna til málstofu fyrir hófið á sama stað milli 16:00 og 18:00. Aðgangur á málstofuna er ókeypis og við höfum fengið frábærar konur til ap halda erindi þar:

  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður og fráfarandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins
  • Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands
  • Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogsbæjar
  • Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Prís
  • Ólöf Skaftadóttir stýrir umræðum og Nanna Kristín Tryggvadóttir, formaður LS er fundarstjóri.

Málstofan verður haldin í Fantasíusal, vinnustofu Kjarval við Austurvöll. Gengið er inn frá Austurstræti hægra megin við Vínbúðina. Hægt er að skrá sig  hér