Guðrún Hafsteinsdóttir gefur kost á sér til formanns

11. febrúar 2025

'}}

Guðrún Hafsteinsdóttir alþingismaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra gefur kost á sér til embættis formanns Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins.

Þetta tilkynnti Guðrún um síðustu helgi.

Guðrún er fædd á Selfossi 9. febrúar 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands árið 1991, BA-prófi í mannfræði frá Háskóla Íslands árið 2008 og diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði frá Háskóla Íslands árið 2011.

Hún starfaði sem markaðsstjóri Kjöríss ehf. frá 2008-2021, var framkvæmdastjóri Kjöríss ehf. frá 1993-1993, fjármálastjóri Kjöríss ehf. 1992-1993.

Guðrún sat í stjórn Kjöríss ehf. frá 1993-2921, í stjórn Steingerðis ehf. frá 2008-2021, í stjórn Samtaka iðnaðarins frá 2011-2020, þar af formaður frá 2014-2020. Hún sat í stjórn Lífeyrissjóðsins Festu frá 2012-2014, í stjórn Eldvarpa frá 2013-2017, í stjórn Bláa lónsins frá 2013-2017, í stjórn Akks frá 2014-2020, í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins frá 2014-2020, þar af varaformaður frá 2015-2017, í stjórn Háskólans í Reykjavík 2014-2021. Hún var formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna frá 2016-2019 og varaformaður stjórnar frá 2019-2021, í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða frá 2017-2021, þar af formaður frá 2018-2021. Hún var formaður skipulags- og umhverfisnefndar Hveragerðis frá 1994-1998, formaður sunddeildar Hamars í Hveragerði 2004-2014, í fræðslunefnd Hveragerðisbæjar 2009-2013 og í sóknarnefnd Hveragerðiskirkju frá 2011-2021, þar af formaður frá 2018-2021.

Guðrún hefur verið alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi síðan 2021. Hún var formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis frá 2021-2023 og sat í velferðarnefnd Alþingis sama tíma.

Guðrún var skipuð dómsmálaráðherra 19. júní 2023 og gegndi því embætti til 21. desember 2024.

Heimasíðu framboðsins má finna hér.