Málfundafélagið Óðinn heldur fyrst fund sinn á nýju ári miðvikudaginn 12. febrúar í bókastofu Valhallar.
Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir, konurnar á bakvið vinsælasta hlaðvarp landsins, Komið gott, spyrja fráfarandi formann Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediksson spjörunum úr - umbúðalaust og með húmorinn í fyrirrúmi!
Húsið opnar kl. 16:30 með ljúfum píanótónum áður en Birna Hafstein formaður Óðins tekur til máls og opnar fundinn kl. 17:00.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.