Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi verður haldinn miðvikudaginn 12. febrúar nk. kl. 17:30 í félagsheimili sjálfstæðisfélaganna í Breiðholti, Álfabakka 14a.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
- Reikningsskil.
- Skýrslur nefnda.
- Kjör stjórnar og skoðunarmanna.
- Kjör fulltrúa í Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík.
- Tillögur um lagabreytingar.
- Kjör fulltrúa á landsfund Sjálfstæðisflokksins 2025.
- Önnur mál.
Framboðum skal skilað fyrir kl. 20:00 sunnudaginn 9. febrúar á netfangið jonb@xd.is, formaður er kjörinn sérstaklega.
Hvetjum alla félagsmenn til að mæta á fundinn.
Félag sjálfstæðismanna í Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi