Málefnanefndir Sjálfstæðisflokksins verða með opna fundi í Valhöll dagana 6. og 7. febrúar næstkomandi. Þar gefst flokksmönnum öllum tækifæri til að leggja drög að stefnu flokksins í aðdraganda landsfundar sem fram fer í Laugardalshöll í lok febrúar.
Flokksmenn eru eindregið hvattir til að taka þátt í málefnastarfi flokksins en frekari upplýsingar um fundina verða birtar á heimasíðu flokksins þegar nær dregur.