Landsfundur nýrra tækifæra

Diljá Mist Einarsdóttir, alþingismaður:

Til­hlökk­un sjálf­stæðismanna um land allt er áþreif­an­leg. Enn ligg­ur snjór yfir land­inu öllu en samt finnst mér vera vor í lofti. Eft­ir nokkr­ar vik­ur kom­um við sam­an á tíma­bær­um lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins; stærstu stjórn­mála­sam­komu lands­ins. Áhugi lands­manna og fjöl­miðla á fund­in­um er mik­ill, enda gegn­ir Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn lyk­il­hlut­verki í ís­lensku sam­fé­lagi. Stefna hans hef­ur skipt sköp­um fyr­ir land og þjóð í næst­um 100 ár. Á þess­um tíma hafa orðið al­gjör um­skipti hér á landi og við höf­um farið frá því að vera eitt fá­tæk­asta ríki Evr­ópu í það ríki þar sem lífs­gæði eru einna mest á byggðu bóli. Lands­fund­ur er þannig stór­kost­legt tæki­færi fyr­ir okk­ur til þess að skerpa lín­urn­ar og móta áfram mik­il­væga stefnu og sýn fyr­ir Ísland til framtíðar.

Það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn á und­ir högg að sækja um þess­ar mund­ir. Niðurstaða alþing­is­kosn­ing­anna var okk­ur mik­il von­brigði og skila­boð kjós­enda skýr: við sjálf­stæðis­menn höf­um ekki staðið nægi­lega vel vörð um þau grunn­gildi, viðhorf og heims­sýn sem sjálf­stæðis­stefn­an bygg­ist á. Við þurf­um að hafa kjark til að spyrja okk­ur sjálf krefj­andi spurn­inga um það af hverju við leyfðum því að ger­ast. Leiðin fram á við byrj­ar inn á við! For­ystu­afl eins og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn barm­ar sér ekki, held­ur spýt­ir í lófa og læt­ur hend­ur standa fram úr erm­um.

Fyr­ir yf­ir­staðnar kosn­ing­ar átti ég góð og gagn­leg sam­töl við hundruð kjós­enda. Skila­boð vel­unn­ara Sjálf­stæðis­flokks­ins til okk­ar eru að við þurf­um að leita í ræt­urn­ar, í sjálf­stæðis­stefn­una sem á jafn­vel við nú og áður. Þeir hvetja okk­ur til að berj­ast gegn sí­vax­andi for­ræðis­hyggju og stjórn­lyndi í þjóðfé­lag­inu og töl­um skýr­ar fyr­ir ein­staklings­ábyrgð og -frelsi. Ég skynjaði mikla eft­ir­spurn eft­ir sjálf­stæðismönn­um sem þora að vera það sem þeir eru, þora að segja það sem þeim finnst og standa við eig­in sann­fær­ingu.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur alltaf staðið vörð um ís­lenska menn­ingu og tungu. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stend­ur líka vörð um þann grund­völl vest­rænn­ar menn­ing­ar sem krist­in kirkja er. Sú varðstaða bein­ist ekki gegn nein­um öðrum trú­ar­brögðum. Þvert á móti eiga all­ar trú­ar- og lífs­skoðanir sér skjól í frjáls­lynd­um þjóðfé­lög­um Vest­ur­landa.

Það eru mik­il sókn­ar­færi á Íslandi fyr­ir eina ís­lenska, frjáls­lynda hægri­flokk­inn, Sjálf­stæðis­flokk­inn. Það er von mín að lands­fund­ur verði kröft­ug­ur upp­takt­ur að því að nýta þessi færi. Tök­umst á, skerp­um lín­urn­ar og göng­um svo út sam­stillt­ur hóp­ur sem er til­bú­inn að vinna ís­lensku sam­fé­lagi áfram það gagn sem hann má.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 30. janúar 2025.