Bjarni Benediktsson í fortíð og framtíð

31. janúar 2025

'}}

Nú í aðdraganda landsfundar efnir Málfundafélagið Óðinn til fyrsta fundar ársins þar sem Ólöf Skaftadóttir og Kristín Gunnarsdóttir sem skipa tvíeykið í vinsælasta hlaðvarpi landsins, Komið gott, spyrja formann Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktsson, spjörunum úr.

Á fundinum munu þær stöllur rekja garnirnar úr fráfarandi formanninum að þeirra hætti - umbúðalaust og með húmorinn að vopni.

Gestur fundar: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.

Umfjöllunarefnið: Lífið í Sjálfstæðisflokknum í fortíð og framtíð. 

Fundurinn verður haldinn þann 5. febrúar næstkomandi í bókastofu Valhallar.

Birna Hafstein, formaður Óðins, tekur á móti fólki og opnar fundinn.

Húsið opnar kl. 17.00 þar sem ljúfir lifandi píanótónar taka á móti fólki og fundur hefst kl. 17.30.

Það væri okkur sönn ánægja ef þú sæir þér fært að vera með okkur við þetta tækifæri, taka þátt í umræðum eða bara hlusta og fræðast og hafa gaman.

Hér er slóðin á viðburðinn: https://fb.me/e/2bThGmKx3

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.