Opinn félagsfundur!
Kosning fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins.
Fimmtudaginn 6. febrúar, kl. 17
Sjálfstæðissalnum, Austurströnd 3
Sjálfstæðisfélag Seltirninga, Baldur, félag ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi boða til sameiginlegs fundar.
Dagskrá:
- Kosning fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins
- Áherslur Seltirninga fyrir Landsfund Sjálfstæðisflokksins – umræður
- Opnar umræður um bæjarmálin, bæjarfulltrúar svara fyrirspurnum.
- Önnur mál
Á fundinum verður lögð fram tillaga um fulltrúa félaganna á Seltjarnarnesi á Landsfund Sjálfstæðisflokksins og kosið um hana. Tillögurnar eru þrískiptar, þ.e. fulltrúar Sjálfstæðisfélags Seltirninga, fulltrúar Fulltrúaráðs og fulltrúar Baldurs.
Stjórnir, Sjálfstæðisfélags Seltirninga, Baldurs, félags ungra sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi og Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi.