Á komandi landsfundi verður forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin í samræmi við reglur flokksins.
Kosið verður um formann, varaformann og ritara flokksins og nú þegar hafa núverandi formaður og varaformaður tilkynnt að þau gefi ekki kost á sér til endurkjörs.
Skrifstofa flokksins mun birta á síðunni fréttir um þá einstaklinga sem gefa kost á sér fyrir komandi landsfund eftir því sem skrifstofunni berast upplýsingar um slíkt.