Verður Reykjavíkurflugvelli lokað?
'}}

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík:

Deil­an um um­fang trjágrisj­un­ar í Öskju­hlíð hef­ur meiri póli­tíska þýðingu en ætla mætti við fyrstu sýn. Flest­ir sjá að aðal­atriði máls­ins er að tryggja full­nægj­andi flu­gör­yggi við Reykja­vík­ur­flug­völl. Slíkt mál ætti ekki að vera póli­tískt held­ur tækni­legt. Málið er þó rammpóli­tískt, þar sem eitt helsta keppikefli vinstri meiri­hlut­ans í borg­ar­stjórn er að flæma flug­vall­ar­starf­semi úr Reykja­vík. Það skýr­ir hvers vegna illa hef­ur verið haldið á mál­inu af borg­ar­stjóra og meiri­hlut­an­um.

Sam­komu­lag er í gildi á milli Isa­via og borg­ar­inn­ar um að trjá­gróðri í Öskju­hlíð skuli haldið í skefj­um í þágu flu­gör­ygg­is og nauðsyn­leg­ur fjöldi trjáa felld­ur í því skyni. Flug­braut­ir þurfa að vera aðgengi­leg­ar og ör­ugg­ar.

Í júlí 2023 taldi Isa­via að há­vax­inn trjá­gróður í hlíðinni væri orðinn raun­veru­leg ör­ygg­is­ógn gagn­vart loft­för­um í aðflugi og brott­flugi frá aust­ur-vest­ur-braut flug­vall­ar­ins. (13/​31). Fór stofn­un­in fram á að felld yrðu 2.900 tré eða a.m.k. 1.200 tré.

Mis­mun­andi skoðanir eru þó uppi um það hversu mörg tré þurfi í raun og veru að fella í Öskju­hlíð til að tryggja megi flu­gör­yggi. Áður­nefnd­ar töl­ur eru miðaðar við ýtr­ustu kröf­ur Isa­via og er óvíst hvort fara þurfi í svo víðtæka grisj­un. Þá er spurn­ing hvort sneiða megi ofan af trján­um til að lækka þau.

Grisj­un og gróður­setn­ing

Að und­an­förnu hafa mörg tré þurft að víkja fyr­ir stein­steypu vegna þétt­ing­ar byggðar í borg­inni. Í þessu til­viki yrði ekki um slíkt að ræða. Í stað greni­trjáa, sem óhjá­kvæmi­legt er að grisja í þágu flu­gör­ygg­is, er hægt að gróður­setja ný og lægri tré og auka nota­gildi svæðis­ins í þágu al­mennr­ar úti­vist­ar.

Borg­ar­full­trú­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins lögðu til á fundi borg­ar­ráðs 13. júlí 2023 að Reykja­vík­ur­borg stæði við skuld­bind­ing­ar sín­ar um trjágrisj­un í Öskju­hlíð í þágu flu­gör­ygg­is og metið yrði hversu mörg há tré þyrfti að grisja í þessu skyni. Til­lög­unni var vísað til um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs og þaðan til skrif­stofu um­hverf­is­gæða.

Rúm­um mánuði síðar, 17. ág­úst 2023, vísaði borg­ar­ráð er­indi Isa­via um sama mál einnig til um­sagn­ar um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs, þaðan sem því var einnig vísað til skrif­stofu um­hverf­is­gæða.

Þrátt fyr­ir að átján mánuðir séu liðnir frá því að um­rædd er­indi Isa­via og til­laga borg­ar­full­trúa Sjálf­stæðis­flokks­ins voru lögð fram hef­ur eng­in um­sögn um málið verið kynnt á vett­vangi Reykja­vík­ur­borg­ar. Þó hef­ur komið fram í frétt­um að full­trú­ar borg­ar­inn­ar eiga í ein­hvers kon­ar „sam­töl­um“ um málið við Isa­via og Sam­göngu­stofu. Hafa þau ráð borg­ar­inn­ar sem hafa málið með hönd­um ekki verið upp­lýst um þessi sam­skipti, sem er auðvitað óviðun­andi stjórn­sýsla.

Í júlí sl. kom fram í frétt­um að borg­in teldi ein­ung­is þurfa að fella nokkra tugi trjáa ár­lega til að full­nægja sett­um skil­yrðum um flu­gör­yggi. Isa­via er ósam­mála því mati eins og áður seg­ir. Í júlí sl. gaf Sam­göngu­stofa frest til 2. sept­em­ber til að trjá­gróður í Öskju­hlíð yrði lækkaður niður fyr­ir hindr­anafleti í að- og brott­flugs­ferl­um.

Óviðun­andi staða

Sam­göngu­stofa hef­ur nú mælt fyr­ir um að ann­arri af tveim­ur flug­braut­um Reykja­vík­ur­flug­vall­ar skuli lokað, þar sem borg­in hafi ekki fellt þau tré í Öskju­hlíð, sem nauðsyn­legt sé í þágu flu­gör­ygg­is. Sú staða er óviðun­andi, enda gegn­ir völl­ur­inn mjög mik­il­vægu hlut­verki í þágu inn­an­lands­flugs, sjúkra­flugs og björg­un­ar­flugs. Þá gegn­ir hann einnig mik­il­vægu hlut­verki sem vara­flug­völl­ur Kefla­vík­ur­flug­vall­ar.

Við blas­ir að afar illa hef­ur verið haldið á mál­inu af hálfu Reykja­vík­ur­borg­ar. Hef­ur hún sýnt af sér mikið skeyt­ing­ar­leysi í mál­inu þrátt fyr­ir að hafa fengið marg­ar viðvar­an­ir og fresti á fresti ofan til að bregðast við er­ind­um Isa­via og Sam­göngu­stofu.

Með þessu skeyt­ing­ar­leysi vinn­ur meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Viðreisn­ar enn og aft­ur gegn Reykja­vík­ur­flug­velli. Það er póli­tísk ákvörðun að bregðast ekki við versn­andi aðflugs­skil­yrðum og þrengja þannig enn frek­ar að flug­vell­in­um. Með slík­um vinnu­brögðum aukast lík­ur á því að meiri­hlut­an­um tak­ist það ætl­un­ar­verk sitt að loka Reykja­vík­ur­flug­velli.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 16. janúar 2025.