Stuðningur við góð mál
'}}

Vilhjálmur Árnason ritari Sjálfstæðisflokksins og alþingismaður:

Tæp­ur mánuður er liðinn frá því að rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins tók við völd­um. Stjórn­arsátt­mál­inn sem þá var kynnt­ur er meira í lík­ingu við óskil­virka mark­miðasetn­ingu sem unn­in er án aðstoðar markþjálfa. Hvernig, hvenær og hvað þarf til svo mark­miðum verði náð er látið ósagt. Planið marg­um­talaða er enn í fel­um. Spurn­ing­um eins og hvernig eigi að viðhalda ein­um bestu lífs­kjör­um heims og hvernig áfram megi bæta okk­ar góða sam­fé­lag er enn ósvarað. Vona má að planið góða sé í smíðum en á meðan bíður þjóðin eft­ir því að fá að sjá á spil­in.

Und­ir­ritaður viður­kenn­ir fús­lega að það sem þó hef­ur heyrst frá ráðherr­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar hljóm­ar um margt ákjós­an­legt og má leyfa sér að hlakka til að vinna að fram­gangi þeirra mála á Alþingi. Má þar fyrst nefna áherslu rík­is­stjórn­ar­inn­ar á hagræðingu og halla­laus fjár­lög. Get­ur rík­is­stjórn­in vænst fulls stuðnings Sjálf­stæðis­flokks­ins svo lengi sem mark­miðinu verður ekki náð með aukn­um álög­um á vinn­andi fólk og fyr­ir­tæki.

Upp­bygg­ing sam­göngu­innviða með áherslu á Sunda­braut og jarðgöng er annað stórt mál sem mik­il­vægt er að koma af stað. Áhersl­ur í þessa átt­ina er þegar að finna í sam­göngu­áætlun frá ár­inu 2019 en því miður hafa þær ekki fengið nægi­leg­an fram­gang.

Nýr tónn Sam­fylk­ing­ar í orku­mál­um er ekki síður fagnaðarefni. Það er nefni­lega svo að rekja má virkj­ana­stoppið til síðustu rík­is­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar, árin 2009-2013. Sann­ast hið fornkveðna, batn­andi mönn­um er best að lifa. Téð kyrrstaða var svo rof­in í tíð síðustu rík­is­stjórn­ar und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins. Að sjálf­sögðu mun Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn styðja við vinnu rík­is­stjórn­ar sem ætl­ar að halda áfram á þeirri veg­ferð sem mörkuð hef­ur verið.

Vona má að góðu mál­in verði enn fleiri. Sér­stakt til­hlökk­un­ar­efni er að heyra lausn­ir Flokks fólks­ins í hús­næðismál­um. Fyr­ir kosn­ing­ar var flokk­ur­inn sann­færður um að ein mik­il­væg­asta lausn hús­næðis­vand­ans væri aukið og fjöl­breytt­ara lóðafram­boð á höfuðborg­ar­svæðinu og lækkað lóðaverð. Und­ir­ritaður tek­ur heils­hug­ar und­ir þau sjón­ar­mið og von­ar að þau verði á borði eins og í orði. Enn hef­ur þó ekk­ert heyrst frá nýj­um hús­næðis- og fé­lags­málaráðherra.

Þá verður spenn­andi sjá til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í mennta­mál­um. Flokk­ur fólks­ins hef­ur oft­ar en ekki talað í takt við áhersl­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins í þeim efn­um. Von­andi hef­ur Flokk­ur fólks­ins ekki þurft að semja þau kosn­ingalof­orð frá sér eins og önn­ur.

Óhætt er að segja að þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hlakki til að hefja störf á Alþingi, styðja við rík­is­stjórn­ina í mik­il­væg­um mál­um og veita mál­efna­legt aðhald þar sem það á við.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 17. janúar 2025.