Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í dag að landsfundur Sjálfstæðisflokksins fari fram á áðurboðuðum tíma dagana 28. febrúar - 2. mars nk. í Laugardalshöll.
Landsfundur fer með æðsta vald í málefnum Sjálfstæðisflokksins. Á fundinum er forysta flokksins kjörin og fyrir liggur að nýr formaður verður kosinn í ljósi þess að Bjarni Benediktsson hefur tilkynnt að hann gefi ekki kost á sér áfram.
Frestur félaga og ráða til að kjósa fulltrúa á fundinn er til og með 14. febrúar nk. Nánari hagnýtar upplýsingar um fundinn má finna hér.