Er enginn heima?
'}}

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur:

Frétt­ir úr borg­inni und­anliðnar vik­ur hafa verið stöðug upp­spretta vá­legra tíðinda. Sjald­an hafa hrann­ast upp jafn­marg­ar birt­ing­ar­mynd­ir þess að skipta þarf um meiri­hluta í borg­ar­stjórn.

Vöru­húsið við Álfa­bakka

Fólk rak vit­an­lega upp stór augu þegar á ógn­ar­hraða reis vöru­hús við Álfa­bakka, sem skyggði á bæði út­sýni og birtu íbúa í Árskóg­um. Þegar borg­ar­ráð veitti heim­ild­ir fyr­ir upp­bygg­ing­unni kom glöggt fram að um þjón­ustu- og versl­un­ar­lóð væri að ræða. Án fyr­ir­vara reis hins veg­ar á lóðinni vöru­hús sem hugs­an­lega ætti bet­ur heima á at­hafna­svæði. Ekki síst í ljósi þess að starf­sem­inni munu fylgja hávaðasam­ir vöru­flutn­ing­ar, að lík­ind­um á öll­um tím­um sól­ar­hrings, með til­heyr­andi ama fyr­ir íbúa í Árskóg­um.

Fram­gang­ur upp­bygg­ing­ar­inn­ar í kjöl­far lóðaút­hlut­un­ar var á engu stigi máls kynnt­ur skipu­lags­ráði eða borg­ar­ráði. Málið var unnið áfram á skrif­stofu borg­ar­stjóra í sam­starfi við bygg­ing­ar­full­trúa og skipu­lags­full­trúa. Ekki verður hins veg­ar séð að bygg­ing­araðili hafi farið út fyr­ir heim­ild­ir við upp­bygg­ing­una, held­ur hafi borg­ar­yf­ir­völd veitt alltof rúm­ar skipu­lags­heim­ild­ir. Ábyrgð máls­ins ligg­ur aug­ljós­lega hjá borg­inni og mun lausn þess óhjá­kvæmi­lega hafa veru­leg­an kostnað í för með sér fyr­ir borg­ar­sjóð. Málið allt er fall­ein­kunn fyr­ir bæði stjórn­sýslu borg­ar­inn­ar og borg­ar­stjóra.

Skóla­mál­in í Laug­ar­dal

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi síðastliðinn þriðju­dag var til af­greiðslu til­laga meiri­hlut­ans um skóla- og frí­stund­astarf í Laug­ar­dal. Í upp­hafi kjör­tíma­bils hafði borg­ar­stjórn samþykkt í þver­póli­tískri sátt, í kjöl­far um­fangs­mik­ils sam­ráðs við íbúa, að fara þá leið sem sam­fé­lagið í Laug­ar­dal kallaði eft­ir – að byggja við fyrri skóla­bygg­ing­ar hverf­is­ins og viðhalda þannig rót­grón­um skóla­gerðum og skóla­hverf­um. Marga rak því í rogastans þegar meiri­hlut­inn ákvað skyndi­lega að fara þver­öfuga leið og ráðast í upp­bygg­ingu safn­skóla á ung­linga­stigi, á lóð sem sam­kvæmt sam­komu­lagi til­heyr­ir íþrótta­fé­lag­inu Þrótti. Vinnu­brögðin í mál­inu hafa verið með ólík­ind­um og lagðist Sjálf­stæðis­flokk­ur vit­an­lega gegn til­lög­unni á fundi borg­ar­stjórn­ar í vik­unni.

Níu mánaða upp­gjör

Rekstr­arniðurstaða borg­ar­sjóðs reynd­ist á fyrstu níu mánuðum árs­ins 6,6 millj­örðum króna lak­ari en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Það rím­ar illa við full­yrðing­ar borg­ar­stjóra um sögu­leg­ar hagræðing­ar í rekstri Reykja­vík­ur. Enn síður sam­ræm­ist það full­yrðing­um meiri­hlut­ans um fyr­ir­hugaða já­kvæða rekstr­arniður­stöðu við árs­lok. Sú lausn sem meiri­hlut­inn gríp­ur til á síðustu þrem­ur mánuðum árs­ins svo fegra megi halla­rekst­ur­inn verður eigna­sala og sala bygg­ing­ar­rétt­ar. Það er deg­in­um ljós­ara að bet­ur má ef duga skal – ráðast þarf í um­fangs­mik­inn upp­skurð á borg­ar­kerf­inu svo ná megi raun­veru­leg­um ár­angri í rekstri borg­ar­inn­ar.

Bréf umboðsmanns Alþing­is

Á dög­un­um bár­ust jafn­framt fregn­ir af því að umboðsmaður Alþing­is hefði það til skoðunar að hefja frum­kvæðis­at­hug­un á aðgengi al­menn­ings að starfs­mönn­um og þjón­ustu borg­ar­inn­ar. For­sögu máls­ins má rekja til kvört­un­ar ein­stak­lings sem beið í tvö ár eft­ir aðgangi að umbeðnum gögn­um og upp­lýs­ing­um úr borg­ar­kerf­inu. Vakti at­hygli umboðsmanns hve illa hon­um sjálf­um gekk að fá svör við eig­in spurn­ing­um til borg­ar­inn­ar, ekki síst vegna þess hve borg­ar­kerfið er óaðgengi­legt sím­leiðis. Við sem störf­um á vett­vangi borg­ar­inn­ar þekkj­um þenn­an vanda enda hef­ur kerfið unnið mark­visst að því und­anliðin ár að fjar­lægja sig fólk­inu í borg­inni.

Eng­inn ár­ang­ur

Nú er kjör­tíma­bilið ríf­lega hálfnað og lítið hef­ur meiri­hlut­an­um orðið ágengt. Svo virðist sem eng­inn sé á vakt­inni – eng­inn sé heima.

Hús­næðis­upp­bygg­ing er langt und­ir vænt­ing­um, sam­göngu­vand­inn vex ár­lega, grunn­skól­arn­ir standa illa í alþjóðleg­um sam­an­b­urði og einu fram­far­irn­ar í leik­skóla- og dag­gæslu­mál­um eiga sér stað á vett­vangi einkafram­taks­ins. Það eina sem telja má meiri­hlut­an­um til tekna eru fal­leg­ar jóla­skreyt­ing­ar – en þær líða hjá.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 20. desember 2024.