Málfundafélagið Óðinn og Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík halda sameiginlegan aðalfund með jólaívafi á Hótel Holti á morgun miðvikudag frá kl. 17-19.
Fundinn opna formenn félaganna þær Birna Hafstein formaður Óðins og Andrea Sigurðardóttir formaður Hvatar. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf og fundarstjóri verður Hildur Björnsdóttir oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur.
Gert er ráð fyrir að formleg aðalfundarstörf taki stuttan tíma og í kjölfarið tekur við hugguleg jólastund í betri stofu Hótel Holts við arininn og happy hour á barnum.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra verður gestur fundarins.
Við vonumst til að sjá ykkur sem flest í jólaskapi.
Hlýjar kveðjur,
f.h.stjórna Óðins og Hvatar
Birna Hafstein og Andrea Sigurðarsdóttir