Glæsilegt jólaball Hvatar

Árlegt jólaball Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík fór fram um helgina í Valhöll.

Dansað var í kringum jólatréð undir ljúfum tónum Illuga Gunnarssonar fyrrverandi mennta- og menningarmálaráðherra. Jólasveinninn mætti, færði börnunm glaðning og gerði mikla lukku.

Allur ágóði af jólaballinu rennur til Mæðrastyrksnefndar skv. áralangri hefð.