Aðalfundur Málfundafélagsins Óðins
'}}

Málfundafélagið Óðinn heldur aðalfund félagsins þann 11. desember næstkomandi milli kl. 17 og 19 á Hótel Holti í salnum Þingholt.

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf og eftir fund getur fólk keypt sér hressingu á barnum.

Tilkynna skal framboð til stjórnarsetu í félaginu viku fyrir aðalfund eða í síðasta lagi 4. desember fyrir kl. 12 á netfangið xd@xd.is.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Hlýjar kveðjur

f.h. stjórnar

Birna Hafstein formaður.