Fyrir budduna þína og framtíðina
'}}

Gísli Stefánsson skipar 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi:

Í kom­andi kosn­ing­um legg­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn áherslu á mál­efni sem snúa að hag heim­ila, at­vinnu­lífi og framtíðar­sýn lands­ins. Við setj­um skyn­sam­leg­ar lausn­ir í for­gang sem létta und­ir með fólki og styrkja innviði sam­fé­lags­ins, hvort sem það snýr að lána­kjör­um, skött­um eða mik­il­væg­um mála­flokk­um eins og orku­mál­um og mál­efn­um hæl­is­leit­enda.

Lægri vext­ir og betri lána­kjör

Vext­ir eru farn­ir að lækka og Seðlabank­inn hef­ur þegar hafið veg­ferðina með 0,75% lækk­un frá því í októ­ber. Þetta er byrj­un á því sem við í Sjálf­stæðis­flokkn­um stefn­um að: eðli­legu vaxtaum­hverfi. Mark­mið okk­ar er að ís­lensk heim­ili og fyr­ir­tæki fái að njóta sam­bæri­legra kjara og þekkj­ast á Norður­lönd­un­um. Með því skap­ast meira svig­rúm fyr­ir fjár­fest­ing­ar, hvort sem það er í eig­in hús­næði eða ný­sköp­un.

Til að styðja við þessa veg­ferð leggj­um við áherslu á raun­hæf­ar lausn­ir fyr­ir hús­næðis­kaup. Við vilj­um:

Af­nema stimp­il­gjöld á kaup­um ein­stak­linga á íbúðar­hús­næði.

Fram­lengja og hækka heim­ild­ir til skatt­frjálsr­ar ráðstöf­un­ar sér­eign­ar­sparnaðar inn á hús­næðislán.

Skatt­kerfið til end­ur­skoðunar

Skapa hvata fyr­ir for­eldra með því að leyfa skatt­frjálsa ráðstöf­un sér­eign­ar­sparnaðar í þágu barna, allt að tveim­ur millj­ón­um króna.

Við vilj­um kerfi sem hvet­ur til verðmæta­sköp­un­ar og vinnu, en ekki let­ur. Með því að:

Hækka efsta þrep tekju­skatts úr 1,2 millj­ón­um í tvö­föld meðallaun, þannig gefst fólki tæki­færi til að taka að sér fleiri verk­efni án þess að verða fyr­ir ósann­gjarnri skatt­heimtu.

Hækka frí­tekju­mark fjár­magn­stekna í 500 þúsund krón­ur, svo fólk þurfi ekki að greiða skatta af verðbólgu.

Helm­inga erfðafjárskatt og fjór­falda frí­tekju­mark hans í 20 millj­ón­ir króna.

Við höf­um skýra stefnu fyr­ir barna­fólk, með 150 þúsund króna ár­leg­um skatta­afslætti fyr­ir hvert barn und­ir þriggja ára aldri.

Styrk­ir innviðir og ávinn­ing­ur

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur þegar náð ár­angri í orku­mál­um þrátt fyr­ir hindr­an­ir. Hvamms­virkj­un og Búr­fells­lund­ur eru á áætl­un, leyf­is­veit­ing­ar hafa verið ein­faldaðar og Landsnet er með stór verk­efni í und­ir­bún­ingi. Þessi verk tryggja að þjóðin hafi nægt raf­magn og stuðla að grænni framtíð.

Á sama tíma höf­um við gripið til aðgerða í mál­efn­um hæl­is­leit­enda. Með breyt­ing­um á út­lend­inga­lög­um hef­ur áætlaður kostnaður í mála­flokkn­um lækkað um 10 millj­arða. Þess­ar breyt­ing­ar eru til hags­bóta fyr­ir bæði ís­lenska skatt­greiðend­ur og kerfið sjálft.

Heild­ar­sýn fyr­ir betri framtíð

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill ekki aðeins lækka skatta og tryggja lægra vaxta­stig, held­ur einnig skapa sam­fé­lag sem legg­ur áherslu á frelsi, fram­tak og sjálf­bærni.

Með því að styrkja efna­hag heim­il­anna, bæta innviði og lækka op­in­ber­an kostnað erum við að leggja grunn að bjart­ari framtíð fyr­ir Ísland.

Þetta eru kosn­ing­ar sem snú­ast ekki bara um hvað við get­um gert, held­ur hvað við höf­um þegar sýnt fram á að er hægt að gera. Með skyn­semi og út­haldi er framtíðin í okk­ar hönd­um.

Setj­um því x við D á laug­ar­dag­inn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 30. nóvember 2024.