Fimm ástæður til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
'}}

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra:

Í dag göng­um við til kosn­inga sem eru þær mik­il­væg­ustu í lang­an tíma. Það eru tvær leiðir í boði, vinstri stjórn eða sterk­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur. Hér eru fimm ástæður til að kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn:

1. Lægri vext­ir og skatt­ar. Við ætl­um að halda áfram á réttri leið. Verðbólga er í frjálsu falli, vext­ir eru að lækka og munu gera það áfram ef við stefn­um ár­angr­in­um ekki í hættu. Á nýju kjör­tíma­bili ætl­um við áfram að lækka skatta og létta byrðar allra kyn­slóða.

2. Traust landa­mæri og ör­uggt Ísland. Við gerðum grund­vall­ar­breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um í vor sem hafa snúið stöðunni á landa­mær­un­um til hins betra. Halda þarf áfram að treysta landa­mær­in og gera kerfið skil­virk­ara. Við ætl­um að fjölga um 200 í lög­regl­unni og efla lög­gæslu um land allt. Um þetta verða eng­ar mála­miðlan­ir gerðar.

3. Eign fyr­ir alla. Lang­flest­ir vilja eign­ast eigið hús­næði, við eig­um ekki að þrýsta fólki að óþörfu inn í rík­i­s­vædd­ar leigu­íbúðir. Lækk­um þrösk­uld­inn inn á íbúðamarkað með af­námi stimp­il­gjalda og fram­lengdri og rýmkaðri sér­eign­ar­leið. Ein­föld­um reglu­verk og ger­um skýra kröfu um að höfuðborg­in út­deili lóðum í sama mæli og hin sveit­ar­fé­lög­in á höfuðborg­ar­svæðinu hafa gert með sóma.

4. Frjálst og full­valda Ísland. Reglu­verk og stofnanafarg­an Evr­ópu­sam­bands­ins er ekki svarið við áskor­un­um Íslands. Hér er at­vinna meiri, laun hærri og tæki­fær­in fleiri. Leit­um ekki langt yfir skammt, trú­um á kraft­inn í okk­ur sjálf­um. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er á móti inn­göngu í ESB og mun ekki fela af­stöðu sína bak við óræðar yf­ir­lýs­ing­ar um skoðanakann­an­ir og at­kvæðagreiðslur.

5. Spenn­andi framtíð fyr­ir kom­andi kyn­slóðir. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn trú­ir á öfl­ugt at­vinnu­líf og frelsi fólks til að skapa sér framtíð á sín­um for­send­um. Fögn­um því þegar fólk nær ár­angri í rekstri, frek­ar en að líta ávallt á það sem „vannýtta skatt­stofna“. Með öfl­ug­um stuðningi við rann­sókna- og þró­un­ar­starf und­an­far­in ár hef­ur grunn­ur at­vinnu­starf­sem­inn­ar breikkað. Frum­kvöðla­starf­semi blómstr­ar. Ný fyr­ir­tæki spretta upp í hug­verka­drifn­um iðnaði og spenn­andi tæki­fær­um fjölg­ar til muna. Höld­um áfram á réttri leið, þá mun ungu fólki áfram þykja spenn­andi að freista hér gæf­unn­ar og stofna fjöl­skyldu.

Fái ég ykk­ar stuðning í dag mun ég leggja alla mína krafta í að skapa okk­ur enn betri framtíð á frjálsu, full­valda og ör­uggu Íslandi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 30. nóvember 2024.