Tími fyrir breytingar
'}}

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður:

Það er stund­um sagt að ef maður sæk­ir ekki fram sé maður í raun að fær­ast aft­ur á bak. Valið sem við stönd­um frammi fyr­ir þegar við göng­um til kosn­inga á morg­un er fram­far­ir og fram­sækni eða aft­ur­för.

Frá­far­andi rík­is­stjórn gerði margt vel sam­hliða því að tak­ast á við heims­far­ald­ur og áhrif af stríði og elds­um­brot­um. Það var þó ljóst að er­indi henn­ar var lokið og tími til kom­inn að taka mik­il­væg­ar hug­mynda­fræðileg­ar ákv­arðanir fyr­ir framtíðina. Við í Sjálf­stæðis­flokkn­um kom­umst að þeirri niður­stöðu að eina leiðin fyr­ir okk­ur til að taka þátt í rík­is­stjórn væri ef kjós­end­ur gæfu okk­ur end­ur­nýjað umboð til að taka þátt í stjórn með öðrum borg­ara­leg­um flokk­um.

Við blas­ir að mynduð verður allt öðru­vísi rík­is­stjórn og tvennt er í boði.

Ann­ar kost­ur­inn er Reykja­vík­ur­stjórn Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar með Pírata eða Fram­sókn­ar­flokk sem þriðja og fjórða „auka­leik­ar­ann“. Þrátt fyr­ir að aðalleik­ar­arn­ir fari leynt með stefnu sína þá hafa þau misst út úr sér síðustu daga hvert raun­veru­lega Planið er: Aðild að Evr­ópu­sam­band­inu með vax­andi at­vinnu­leysi og minni hag­vexti. Stór­auk­in rík­is­út­gjöld og út­blásið bákn. At­laga að ein­yrkj­um og sjálf­stæðum at­vinnu­rek­end­um. Hækk­un skatta á vinn­andi fólk og sögu­leg­ar skatta­hækk­an­ir á ferðaþjón­ustu og sjáv­ar­út­veg.

Ekk­ert sem kem­ur á óvart. Við höf­um séð hvernig þess­ir flokk­ar stýra Reykja­vík. Dæm­in eru fleiri. Breski verka­manna­flokk­ur­inn, syst­ur­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, fékk glæsi­lega kosn­ingu fyrr í haust en um leið og flokk­ur­inn tók við kynnti hann gríðarleg­ar skatta­hækk­an­ir sem Eng­lands­banki seg­ir nú að muni hægja á vaxta­lækk­un­ar­ferl­inu. Þegar hul­unni var svipt af fals­boðum Verka­manna­flokks­ins hrundu vin­sæld­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar en eft­ir sitja kjós­end­ur með sárt ennið og tómt veskið.

Valið er skýrt og stend­ur um stjórn þar sem hug­mynda­fræði Sjálf­stæðis­flokks­ins nýt­ur sín eða ekki. Með Sjálf­stæðis­flokkn­um kjós­um við fram­far­ir, öfl­ugt at­vinnu­líf sem legg­ur grunn að þeirri hag­sæld sem við vilj­um búa við og styður við vel­ferðar­kerfið okk­ar, þannig lækka skatt­ar svo að fólk og fyr­ir­tæki fái að njóta ár­ang­urs af erfiði sínu, þannig byggj­um við und­ir ný­sköp­un og fjölg­un starfa og sækj­um fram. Hinn kost­ur­inn er að fest­ast í hjól­för­um skatta­hækk­ana og íþyngj­andi reglu­verks í boði vinstri­flokk­anna.

Ein­hverj­um kann að finn­ast freist­andi að gefa Sjálf­stæðis­flokkn­um frí næstu fjög­ur árin en hætt­an er sú að snúið verði að vinda ofan af þeim skaða sem Reykja­vík­ur­stjórn get­ur unnið landi og þjóð á næsta kjör­tíma­bili.

Ég er til­bú­in fyr­ir rík­is­stjórn á hægri væng stjórn­mál­anna. Ég er líka til­bú­in til að lofa því að sam­hliða þátt­töku í rík­is­stjórn get­um við byggt upp enn öfl­ugri Sjálf­stæðis­flokk sem er að fara í gegn­um heil­brigða nýliðun um allt land.

Kjós­um meiri ár­ang­ur fyr­ir okk­ur öll.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. nóvember 2024.