Einfalt val
'}}

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi:

Á morg­un velj­um við framtíðina. Við velj­um ekki aðeins rík­is­stjórn næstu fjög­urra ára, held­ur þau gildi og þá stefnu sem munu móta sam­fé­lagið okk­ar til lengri tíma. Val­kost­ir kjós­enda eru skýr­ir: Annaðhvort fjöl­flokka vinstri­stjórn með augastað á Evr­ópu­sam­band­inu með til­heyr­andi skatta­hækk­un­um og óvissu, eða Sjálf­stæðis­flokk­inn sem stend­ur fyr­ir frelsi ein­stak­lings­ins, stöðug­leika og öfl­ugt at­vinnu­líf. Það er sú leið sem hef­ur skilað hvað mest­um lífs­gæðum í sögu þjóðar­inn­ar.

Stefna sem skil­ar ár­angri

Und­an­far­in ár höf­um við í Sjálf­stæðis­flokkn­um lagt grunn að öfl­ugu sam­fé­lagi með ábyrgri efna­hags­stefnu og traustri for­ystu. Þrátt fyr­ir mikl­ar áskor­an­ir hef­ur kaup­mátt­ur auk­ist, skatt­ar verið lækkaðir og at­vinnu­leysi hald­ist í lág­marki. Þetta eru ekki bara töl­ur á blaði – þetta eru lífs­gæði sem fólk finn­ur fyr­ir.

Það skipt­ir máli hverj­ir fara með stjórn lands­ins. Við höf­um sýnt að það er hægt að sýna aðhald í rík­is­rekstri á sama tíma og við byggj­um upp innviði og bætta þjón­ustu. Við höf­um skapað skil­yrði fyr­ir ný­sköp­un, fjár­fest­ingu í at­vinnu­lífi og grænni orku ásamt því að standa vörð um landa­mæri Íslands. Með áfram­hald­andi ábyrgri stjórn get­um við haldið þess­ari veg­ferð áfram og tryggt að Ísland verði áfram í fremstu röð meðal þjóða.

Framtíðin er björt

Við horf­um fram á veg­inn með bjart­sýni. Við vilj­um gera gott sam­fé­lag enn betra með því að:

Halda áfram að lækka skatta og auðvelda fólki að láta enda ná sam­an.

Efla at­vinnu­lífið með því að tryggja stöðugt rekstr­ar­um­hverfi þar sem fyr­ir­tæki geta vaxið, skapað fleiri störf og borgað hærri laun.

Byggja upp heil­brigðis­kerfið okk­ar með fjöl­breyttu rekstr­ar­formi og með áherslu á gæði og skil­virkni.

Tryggja stöðu Íslands sem leiðandi í grænni orku með því að nýta auðlind­ir okk­ar skyn­sam­lega og skapa framtíðarmögu­leika fyr­ir kom­andi kyn­slóðir.

Standa vörð um ís­lensk landa­mæri með skýr­um aðgerðum og hertu reglu­verki sem trygg­ir ör­uggt, skil­virkt og mannúðlegt eft­ir­lit.

Vinstri­stjórn eða frelsi ein­stak­lings­ins?

Vinstri­stjórn mun gera það sem vinstri­stjórn­ir hafa alltaf gert. Hún mun auka rík­is­um­svif, hækka álög­ur og skuld­setja kom­andi kyn­slóðir með óá­byrgu lof­orðaflóði. Það höf­um við nú þegar séð í kosn­inga­bar­átt­unni. Þetta er stefna sem set­ur þung­ar byrðar, ekki bara á hin svo­kölluðu breiðu bök, held­ur á venju­leg­ar fjöl­skyld­ur og fyr­ir­tæki. Á meðan Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn lít­ur á fólk og fyr­ir­tæki sem drif­kraft sam­fé­lags­ins virðast vinstri­flokk­arn­ir trúa því að lausn­irn­ar finn­ist í hærri skött­um og meiri rík­is­af­skipt­um.

Tæki­færið er ykk­ar

Á morg­un stend­ur valið á milli áfram­hald­andi sókn­ar í átt að meiri lífs­gæðum eða óvissu og aukn­ar álög­ur. Valið stend­ur á milli frels­is eða af­skipta. Vaxt­ar eða stöðnun­ar.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er flokk­ur­inn sem stend­ur með fólk­inu í land­inu. Við höf­um sýnt að við get­um tekið á vanda­mál­um og breytt þeim í tæki­færi. Með skýrri framtíðar­sýn erum við til­bú­in að leiða Ísland inn í enn betri tíma.

Kæru kjós­end­ur, valið er ykk­ar. Með ykk­ar stuðningi tryggj­um við Ísland þar sem ein­stak­ling­ur­inn nýt­ur frels­is og tæki­fær­in eru óþrjót­andi. Kjós­um meiri ár­ang­ur fyr­ir okk­ur öll. Kjós­um Sjálf­stæðis­flokk­inn.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 29. nóvember 2024.