Eini flokkurinn með skýra stefnu í utanríkis- og varnarmálum
'}}

„Í kosningunum núna er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn sem boðar skýra stefnu í utanríkis- og varnarmálum. Það er staðfest með þessari samantekt á þróun mála undir forystu flokksins í utanríkisráðuneytinu á kjörtímabilinu. Vinstri slys á þessum vettvangi eru hættulegri en á öllum öðrum,“ segir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins í pistli á bjorn.is í dag undir yfirskriftinni „Skýr stefna í varnarmálum“.

Í greininni nefnir Björn að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hafi nú sent frá sér tímabæra og markverða samantekt um áherslur og aðgerðir í varnarmálum á kjörtímabilinu sem er að ljúka.

„Af skýrslunni sést hve mikil áhrif innrásar Rússa í Úkraínu 24. febrúar 2024 hafa verið hér, í norrænu samstarfi og á vettvangi NATO“, segir Björn.

Hann segir samantekt utanríkisráðuneytisins leggja grunn að efnislegum umræðum um hlut Íslands og að hún sé skýr áminning til þeirra sem eiga eftir að fara með stjórn landsins að loknum kosningum um að þeir komist ekki hjá því að taka skýra afstöðu í þágu þjóðaröryggis.

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.