Atkvæðaseðillinn verður skattseðill
'}}

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins:

Sam­kvæmt skoðana­könn­un­um er mik­il hætta á því að vinstri­stjórn verði mynduð að lokn­um alþing­is­kosn­ing­um á laug­ar­dag. Kjós­end­ur mættu velta því fyr­ir sér hvaða reynslu þjóðin hef­ur af fyrri vinstri­stjórn­um. Hvaða af­leiðing­ar mun það hafa ef slík stjórn verður mynduð á ný?

Meiri eða minni rík­is­af­skipti?

Stund­um heyr­ist að hægri og vinstri séu úr­elt hug­tök í póli­tík og komi ekki leng­ur að gagni við að skil­greina stjórn­mála­flokka. Hér skal ekki dæmt um það en til er ann­ar mæli­kv­arði, sem vel má styðjast við. Hann er sá hvort viðkom­andi flokk­ur vilji auka rík­is­af­skipti eða draga úr þeim.

Rík­is­af­skipti eru mik­il hér­lend­is og talið er að Íslend­ing­ar axli nú næst­hæstu skatt­byrðina inn­an OECD. Ekki vant­ar mikið upp á að þjóðin kom­ist í efsta sæti á list­an­um yfir þyngstu skatt­byrðina, sem yrði óneit­an­lega vafa­sam­ur heiður.

Síðasta vinstri­stjórn, sem sat frá 2009-2013, jók op­in­ber af­skipti sann­ar­lega svo um munaði. Sú stjórn beitti sér fyr­ir rúm­lega eitt hundrað skatta­hækk­un­um og flækti mjög reglu­verk.

Í yf­ir­stand­andi kosn­inga­bar­áttu hafa fram­bjóðend­ur vinstri­flokk­anna sýnt mikið hug­mynda­flug þegar kem­ur að aukn­um út­gjöld­um rík­is­ins. Enn og aft­ur tala þeir eins og alþing­is­menn hafi aðgang að ótæm­andi sjóðum og að leysa megi hvers manns vanda með því að ausa fé úr þeim í all­ar átt­ir. Rætt er um hækk­un rík­is­út­gjalda og ný verk­efni upp á hundruð millj­arða króna. Rík­is­sjóður á að borga, sem þýðir að þjarma á enn frek­ar að skatt­pínd­um al­menn­ingi. Ljóst er því að skatt­ar verða hækkaðir veru­lega ef vinstri­stjórn kemst til valda eft­ir kosn­ing­arn­ar.

Skattaglöð Sam­fylk­ing

Ef tæk­ist að mynda vinstri­stjórn eft­ir kosn­ing­ar myndu verk henn­ar lík­lega byggj­ast á efna­hags­stefnu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Frá stofn­un hef­ur stefna henn­ar í skatta­mál­um verið skýr. Sam­fylk­ing­in vill hækka skatta og er á móti lækk­un þeirra. Fyr­ir um ári gagn­rýndi nú­ver­andi formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar Sjálf­stæðis­flokk­inn harðlega fyr­ir að hafa lækkað skatta á und­an­förn­um árum og þannig minnkað tekju­stofna hins op­in­bera.

Þar sem Sam­fylk­ing­in hef­ur náð völd­um hafa skatta­hækk­an­ir verið í fyr­ir­rúmi. Um það vitna fyrri verk henn­ar á vett­vangi borg­ar­stjórn­ar og rík­is­stjórn­ar.

Í borg­ar­stjórn held­ur Sam­fylk­ing­in skatt­heimtu í há­marki og hafa sam­starfs­flokk­ar henn­ar þar stutt slíka vinstri­stefnu dyggi­lega, þ.e. Fram­sókn­ar­flokk­ur, Pírat­ar og Viðreisn. Ljóst er að þess­ir flokk­ar gætu vel hugsað sér að vinna einnig með Sam­fylk­ing­unni í rík­is­stjórn og taka þar til óspilltra mál­anna við að hækka frek­ar skatta á lands­menn.

Mál­svari skatt­greiðenda

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn er helsta mót­vægið við vinstri­flokk­ana og berst gegn óhóf­legri útþenslu hins op­in­bera og stór­auk­inni skatt­heimtu. Þing­menn flokks­ins beittu sér fyr­ir af­námi tolla (800 tals­ins) og marg­vís­leg­um skatta­lækk­un­um. Án þeirra hefðu lands­menn greitt um 700 millj­arða króna í hærri skatta und­an­far­inn ára­tug.

Í kosn­inga­stefnu Sjálf­stæðis­flokks­ins er áhersla lögð á ábyrga efna­hags­stjórn og skyn­sam­leg rík­is­fjár­mál. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill ekki hækka skatta og tek­ur ekki þátt í því yf­ir­boði á skatt­fé sem nær all­ir aðrir flokk­ar stunda nú í aðdrag­anda kosn­inga.

Skýr­ir kost­ir

Kost­irn­ir eru skýr­ir:

At­kvæði greitt Sam­fylk­ing­unni, Viðreisn eða öðrum vinstri­flokk­um er ávís­un á frek­ari útþenslu rík­is­ins og stór­felld­ar skatta­hækk­an­ir.

At­kvæði greitt Sjálf­stæðis­flokkn­um eyk­ur lík­ur á mynd­un stjórn­ar sem legg­ur áherslu á ábyrga stjórn efna­hags­mála og hlíf­ir al­menn­ingi við skatta­hækk­un­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 28. nóvember 2024.