Planið er vinstri stjórn
'}}

Óli Björn Kárason alþingismaður:

Eft­ir því sem nær dreg­ur kosn­ing­um verða val­kost­ir kjós­enda skýr­ari. Slíkt er heil­brigt og nauðsyn­legt. Næst­kom­andi laug­ar­dag taka kjós­end­ur ákvörðun um hvort hér kom­ist til valda vinstri rík­is­stjórn eða borg­ara­leg rík­is­stjórn með öfl­ug­um Sjálf­stæðis­flokki.

Skoðanakann­an­ir benda til að fyrri kost­ur­inn verði niðurstaðan þar sem Sam­fylk­ing og Viðreisn taka hönd­um sam­an og skjóta ein­hverju vara­dekki und­ir.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, er ánægð með sam­starfið við Sam­fylk­ing­una í Reykja­vík. Hún hef­ur lýst því yfir að flokk­arn­ir eigi góða sam­leið í lands­mál­um. Und­ir þetta hef­ur Kristrún Frosta­dótt­ir, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tekið.

Þótt Þor­gerður Katrín og Kristrún fari að dæmi katt­anna í kring­um heit­an graut, má öll­um vera ljóst hvert hug­ur þeirra stefn­ir. Þær eru með plan: Vinstri stjórn Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar. Guðbrand­ur Ein­ars­son, odd­viti Viðreisn­ar í Suður­kjör­dæmi, læt­ur sig dreyma um að Pírat­ar verði vara­dekkið en úti­lok­ar ekki Fram­sókn­ar­flokk­inn enda sé ESB-taug í þeim flokki.

Rúss­íbanareið vinstri flokk­anna

Við vit­um af reynsl­unni að vinstri stjórn býður alltaf upp á rúss­íbanareið fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki. At­laga verður gerð að ein­yrkj­um og sjálf­stæðum at­vinnu­rek­end­um und­ir því yf­ir­skini að verið sé að loka „ehf.-gat­inu“. Hug­mynda­fræðin um útþenslu rík­is­ins og hærri skatta ligg­ur fyr­ir enda bygg­ist allt „planið“ á henni.

Þegar síðasta vinstri stjórn hrökklaðist frá völd­um var lægsta þrep tekju­skatts­ins komið í 37,32% en þar af var meðal­útsvar 14,42%. Und­ir for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins er lægsta þrepið 31,48% en meðal­útsvarið er 14,93%. Með öðrum orðum lægsta þrep tekju­skatts­ins hef­ur lækkað um 6,35%. Milliþrepið hef­ur einnig lækkað og það efsta lít­il­lega.

Vinstri stjórn­in lækkaði heim­ild til frá­drátt­ar iðgjalda vegna viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnaðar um helm­ing. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn leiðrétti þenn­an gjörn­ing og gerði gott bet­ur. Skatt­frjáls út­tekt sér­eign­ar­sparnaðar hef­ur gert þúsund­um Íslend­inga kleift að eign­ast eigið heim­ili. Og ekki má gleyma auðlegðarskatt­in­um sem lagðist sér­stak­lega þungt á eldra fólk. Það hef­ur lengi verið draum­ur vinstri manna að end­ur­vekja hann. Vinstri stjórn­in hækkaði virðis­auka­skatt úr 24,5% í 25,5%. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sneri þessu við og lækkaði al­menna virðis­auka­skattsþrepið í 24%.

Millistétt­in tek­ur skell­inn

Þótt vinstri flokk­arn­ir reyni að pakka hug­mynd­um sín­um um stór­felld­ar skatta­hækk­an­ir í huggu­leg­ar umbúðir – þar sem all­ir aðrir en kjós­end­ur eiga að greiða hærri skatta – þá end­ar leik­ur­inn alltaf á einn veg; millistétt­in þarf að bera þyngstu byrðarn­ar.

Það er rót­gró­in sann­fær­ing meðal vinstri flokka og raun­ar miðju­flokka einnig, að tekju­stofn­ar rík­is og sveit­ar­fé­laga séu vannýtt­ir ef skatt­ar og gjöld eru ekki í hæstu hæðum. Hið op­in­bera sé að „af­sala“ sér tekj­um með því að þyngja ekki álög­ur á heim­ili og fyr­ir­tæki. Að styrkja tekju­stofna rík­is­ins þýðir ekki að ýta und­ir aukna verðmæta­sköp­un held­ur taka stærri sneið af þjóðar­kök­unni. Hækk­un skatta heit­ir í kokka­bók­um vinstri manna að auka aðhald á tekju­hlið rík­is­fjár­mála. Aðhald hljóm­ar bet­ur en hækk­un skatta og gjalda. Þegar stjórn­mála­menn líta á fyr­ir­tæki og heim­ili sem tekju­hlaðborð hins op­in­bera, verður hungrið öllu öðru yf­ir­sterk­ara.

Með hliðsjón af sög­unni og reynsl­unni af vinstri stjórn­um eiga all­ir kjós­end­ur að vita hvað bíður þeirra á kom­andi kjör­tíma­bili, ef niðurstaða kosn­ing­anna verður í takt við skoðanakann­an­ir:

  • Hærri skatt­ar heim­il­anna
  • Lægri ráðstöf­un­ar­tekj­ur launa­fólks
  • Hærri skatt­ar fyr­ir­tækja
  • At­laga að ein­yrkj­um og sjálf­stæðum at­vinnu­rek­end­um
  • Stór­auk­in rík­is­út­gjöld
  • Aukn­ar milli­færsl­ur
  • Stærra og flókn­ara bákn
  • End­ur­tek­inn ESB-skolla­leik­ur síðustu vinstri stjórn­ar
  • Sam­drátt­ur í at­vinnu­vega­fjár­fest­ingu
  • Minni hag­vöxt­ur
  • Hærri verðbólga
  • Hærri vext­ir

Tveir val­kost­ir

Allt frá 2013 hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn unnið mark­visst að því að lækka álög­ur á heim­ili og fyr­ir­tæki og skapa frjó­an jarðveg fyr­ir verðmæta­sköp­un og bætt lífs­kjör. Tekju­skatt­ur ein­stak­linga hef­ur lækkað, trygg­inga­gjald einnig sem og virðis­auka­skatt­ur, al­menn vöru­gjöld felld niður og toll­ar heyra að mestu sög­unni til. Skatta­leg­ir hvat­ar inn­leidd­ir sem gert hafa Ísland að einu besta landi í heimi fyr­ir ný­sköp­un. Og þannig má lengi telja. En það er enn verk að vinna. Erfðafjárskatt­ur er of hár og fjár­magn­s­tekju­skatt þarf að lækka. Tekju­skatt fyr­ir­tækja og ein­stak­linga verður að lækka. Draga úr skerðing­um al­manna­trygg­inga og hækka frí­tekju­mörk.

Eitt helsta verk­efni stjórn­valda á kom­andi árum er að horf­ast í augu við þá staðreynd að þrátt fyr­ir skatta­lækk­an­ir síðustu ára er Ísland enn háskatta­land. Skatt­ar og sam­keppn­is­hæfni tengj­ast órjúf­andi bönd­um.

Það er und­ir kjós­end­um komið næst­kom­andi laug­ar­dag hvort planið um vinstri stjórn nær fram að ganga. Í sjálfu sér skipt­ir litlu hvort þeir kjósa Sam­fylk­ingu, Viðreisn, Pírata eða aðra flokka sem mynda meiri­hluta í borg­ar­stjórn. Niðurstaðan verður sú sama. Unnið verður út frá þeirri sann­fær­ingu að hið op­in­bera glími við tekju­vanda en ekki út­gjalda­vanda. Þess vegna verða skatt­ar hækkaðir í stað þess að tryggja skil­virk­ari rekst­ur og betri meðferð sam­eig­in­legra fjár­muna.

Kost­irn­ir sem kjós­end­ur standa frammi fyr­ir næsta laug­ar­dag eru því skýr­ir. Sjálf­stæðis­flokk­ur eða vinstri stjórn Sam­fylk­ing­ar og Viðreisn­ar með einu eða fleiri vara­dekkj­um – fyr­ir­mynd­ina eiga all­ir að þekkja.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 27. nóvember 2024.