Frumkvæði og nýsköpun kemur frá einstaklingum
'}}

Gunnar Örn Jóhannsson er fram­kvæmda­stjóri Heilsu­gæsl­unn­ar á Höfða og skip­ar 9. sæti á fram­boðslista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík suður:

Öflugt op­in­bert heil­brigðis­kerfi er sam­eig­in­leg sýn flestra Íslend­inga en umræða um heil­brigðis­kerfið er oft mjög vill­andi þar sem einka­rekstri er blandað sam­an við einka­væðingu. Útfærslu­atriðið hvort hið op­in­bera eigi að reka alla heil­brigðisþjón­ustu sjálft eða leggja traust sitt á einkafram­tak heil­brigðis­starfs­fólks virðist um­deild­ara þrátt fyr­ir já­kvæða reynslu af því fyr­ir­komu­lagi.

Einka­rekst­ur inn­an op­in­bers kerf­is má finna víða og hef­ur verið hluti af því í ára­tugi. Einka­rek­in heil­brigðis­fyr­ir­tæki hafa veitt góða og hag­kvæma þjón­ustu fyr­ir hið op­in­bera og sjúkra­tryggða ein­stak­linga á Íslandi. Sá hluti sem er með samn­inga við Sjúkra­trygg­ing­ar Íslands og til­heyr­ir op­in­beru heil­brigðis­kerfi veit­ir þjón­ustu án kostnaðar­auka fyr­ir þá sem sækja þjón­ust­una.

Rekstr­ar­form á Norður­lönd­um

Í Dan­mörku er heilsu­gæsl­an nán­ast öll einka­rek­in og all­ir hafa rétt á því að vera með skráðan heim­il­is­lækni. Í Nor­egi var fast­lækna­kerfi þar sem hver íbúi get­ur valið sér heim­il­is­lækni. Meiri­hluti heilsu­gæsluþjón­ustu varð í fram­hald­inu einka­rek­inn og áhrif­in eru öfl­ugt heilsu­gæslu­kerfi og stór­auk­in starfs­ánægja.

Í Svíþjóð var tekið upp val­frelsis­kerfi sem fel­ur í sér val­frelsi ein­stak­linga þegar kem­ur að heilsu­gæslu­stöðvum hvort sem þær eru op­in­ber­ar eða einka­rekn­ar. Kerfið bygg­ist á sam­keppni og á að styðja við þróun og fjöl­breytni, þetta leiddi af sér fjölg­un heilsu­gæslu­stöðva og bætti aðgengi að þjón­ustu.

Frum­kvöðlar í heil­brigðisþjón­ustu

Reynsla af einka­rekstri í heil­brigðisþjón­ustu á Íslandi hef­ur verið já­kvæð, einka­rekn­ar heilsu­gæsl­ur mæl­ast með mesta ánægju meðal þjón­ustu­not­enda, skil­virkni sjúkraþjálf­un­ar og sér­fræðilækna á stof­um er mik­il og aðgengi er afar gott.

En áhrif­in ná mun lengra en bara til ein­stakra fyr­ir­tækja. Við opn­un tveggja nýrra einka­rek­inna heilsu­gæsla á höfuðborg­ar­svæðinu árið 2017 jókst fram­leiðni heilsu­gæslu á höfuðborg­ar­svæðinu um 19% fyrstu tvö árin án þess að fjölga starfs­fólki. Sam­keppni olli því að all­ir rekstr­araðilar vildu bæta aðgengi og starfs­um­hverfi.

Við sem sam­fé­lag þurf­um að skapa aðstæður þar sem heil­brigðis­starfs­fólk hef­ur tæki­færi til að starfa í um­hverfi þar sem við fáum sem mest út úr gæðum þess. Sum­ir þríf­ast á því að skapa og taka þátt í rekstri, aðrir vilja starfa í áhyggjum­inna um­hverfi. Það er á okk­ar ábyrgð að skapa þetta um­hverfi og gera það sem best til að tryggja að við fáum sem mest út úr þeim sem starfa í heil­brigðis­kerf­inu.

Sam­keppni og betri þjón­usta

Heil­brigðis­starfs­fólk á Íslandi er fjöl­breytt­ur hóp­ur ein­stak­linga með ólík­ar þarf­ir og lang­an­ir. Þetta er hóp­ur sem er með mikla sköp­un­ar­gleði og er annt um vel­ferð íbúa þessa lands. Í þess­um hópi leyn­ast víða mikl­ir frum­kvöðlar með frá­bær­ar hug­mynd­ir. Grasrót heil­brigðis­kerf­is­ins er fólkið sem starfar á gólf­inu, það þekk­ir þarf­ir, flösku­hálsa og tæki­færi bet­ur en aðrir.

Gæta þarf þó að sam­keppn­is­um­hverfi og tryggja jafna aðstöðu aðila til þess að mæla megi hag­kvæmni, gæði og skil­virkni þjón­ustu óháð rekstr­ar­formi.

Ég vil að við sköp­um um­hverfi þar sem á heil­brigðis­starfs­fólk er hlustað og við sköp­um jarðveg fyr­ir það að planta hug­mynd­um sín­um og við styðjum við það að láta þær blómstra því það eru þess­ir ein­stak­ling­ar sem eru grunn­ur ný­sköp­un­ar en ekki kerfið sjálft.

Treyst­um heil­brigðis­starfs­fólki

Hið op­in­bera kaup­ir vör­ur og þjón­ustu af ein­stak­ling­um og fyr­ir­tækj­um fyr­ir tugi millj­arða á hverju ári. Þessi fyr­ir­tæki leggja veg­ina okk­ar, fljúga með sjúk­linga, þau byggja spít­ala og hjúkr­un­ar­heim­ili, elda mat fyr­ir börn­in okk­ar, flytja inn lyf og tæki sem við þurf­um og svona mætti lengi telja.

Þess­um fyr­ir­tækj­um er treyst fyr­ir því að starfa á ábyrg­an og heiðarleg­an hátt. En ein­hverra hluta vegna er það um­deilt hvort heil­brigðis­starfs­fólki sé treyst­andi til að reka framúrsk­ar­andi heil­brigðis­fyr­ir­tæki.

Í mín­um huga er það ekki um­deilt, ég treysti heil­brigðis­starfs­fólki og vil stuðla að því að við sköp­um um­hverfi þar sem heil­brigðis­starfs­fólki er treyst og það er hvatt til að nýta þekk­ingu sína og reynslu til að stofna, reka og eiga öfl­ug heil­brigðis­fyr­ir­tæki sem styðja við öfl­ugt op­in­bert heil­brigðis­kerfi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember 2024.