Öruggasta í land í heimi – með öflugri löggæslu
'}}

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra:

Ísland hef­ur um ára­tuga­skeið verið metið ör­ugg­asta land í heimi. Það eru mik­il lífs­gæði fólg­in í því að búa á Íslandi en þróun heims­mála sýn­ir að ör­yggi er ekki sjálf­gefið. Að því þarf að vinna mark­visst; horfa með raun­sæj­um hætti á stöðu og þróun mála og bregðast við af yf­ir­veg­un og festu.

Lög­gæslu­stofn­an­ir eru lyk­il­stofn­an­ir í ís­lensku sam­fé­lagi til að verj­ast hvers kyns ógn­um. Þær hafa mik­il­vægu hlut­verki að gegna til að gæta al­manna­ör­ygg­is og halda uppi lög­um og regl­um í land­inu. Við Íslend­ing­ar starf­rækj­um ekki her, líkt og önn­ur ríki gera, og er því mik­il­vægt að hér séu starf­andi lög­gæslu­yf­ir­völd sem hafa yfir að ráða öfl­ug­um og næg­um mannafla, viðeig­andi búnaði og nauðsyn­leg­um vald­heim­ild­um.

Það hef­ur verið áherslu­mál Sjálf­stæðis­flokks­ins á liðnu kjör­tíma­bili að styrkja lög­regl­una með fjölþætt­um aðgerðum svo hún geti áfram rækt hlut­verk sitt, af festu.

Lög­gæsl­an styrkt til vinnu gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi

Það ligg­ur fyr­ir sam­kvæmt grein­ingu Rík­is­lög­reglu­stjóra að ógn hér­lend­is vegna skipu­lagðrar brot­a­starf­semi hef­ur auk­ist. Það hef­ur því verið for­gangs­mál að styrkja lög­gæslu­yf­ir­völd til að vinna gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi og ógn gegn ör­yggi rík­is­ins. Snemm­sum­ars, með breyt­ingu á lög­reglu­lög­um, voru lög­reglu veitt­ar aukn­ar vald­heim­ild­ir til að vinna gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi og ógn gegn ör­yggi rík­is­ins. Enn frem­ur hef­ur lög­regl­an verið styrkt um allt land, þar á meðal al­menn lög­gæsla. Var var­an­legt fjár­magn til lög­regl­unn­ar aukið um 1.250 millj­ón­ir til að efla aðgerðir gegn skipu­lagðri brot­a­starf­semi.

Sam­fé­lagslög­gæsla til að sporna við of­beldi á meðal barna

Merki eru um að ákveðin of­beld­is­menn­ing sé að þró­ast á meðal barna hér­lend­is sem mik­il­vægt er að bregðast við með skýr­um aðgerðum, þá sér í lagi efl­ingu sam­fé­lagslög­gæslu, en jafn­framt tryggja aukið viðbragð lög­reglu og bætta málsmeðferð og eft­ir­fylgni með þess­um mála­flokki inn­an lög­reglu og ákæru­valds. Á næsta ári munu 624 millj­ón­ir króna fara til lög­regl­unn­ar til að sporna við of­beldi á meðal barna og fer lang­stærsti hluti fjár­magns­ins í sam­fé­lagslög­gæslu, sem kem­ur til viðbót­ar við þær 189 millj­ón­ir króna sem samþykkt­ar voru í fjár­auka­lög­um fyr­ir árið 2024. Með þess­um breyt­ing­um marg­fald­ast fjöldi sam­fé­lagslög­gæslu­manna sem um leið styrk­ir lög­regl­una.

Styrk­ing al­manna­varn­ar­starfs lög­regl­unn­ar um allt land

Við stönd­um frammi fyr­ir gríðarleg­um áskor­un­um þar sem ör­yggi okk­ar er ógnað, hvort held­ur af völd­um nátt­úru­ham­fara eða ytri aðstæðna. Á síðastliðnu ári höf­um við fengið 10 eld­gos auk annarra al­manna­varn­arat­b­urða. Al­manna­varn­ir gegna lyk­il­hlut­verki í því að bregðast við slík­um at­b­urðum og styrkja viðnámsþrótt okk­ar.

Það er því ekki ein­ung­is mik­il­vægt, held­ur nauðsyn­legt, að efla og bæta al­manna­varn­ar­kerfi okk­ar. Það hef­ur verið gert með því að styrkja al­manna­varn­ar­starf lög­regl­unn­ar um land allt auk þess að styrkja um­tals­vert al­manna­varn­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra.

Þá eru drög að nýj­um al­manna­varn­ar­lög­um á loka­metr­un­um en þau er mik­il­vægt að af­greiða hið fyrsta, svo að hægt sé að ná enn frek­ari ár­angri og læra af þeim fjöl­mörgu at­b­urðum sem komið hafa upp síðastliðin miss­eri og ár.

Fjölg­un landa­mæra­varða og bætt eft­ir­lit á landa­mær­um

Við stönd­um frammi fyr­ir marg­vís­leg­um áskor­un­um á landa­mær­um Íslands, vegna meðal ann­ars vax­andi hryðju­verka­ógn­ar inn­an Evr­ópu og alþjóðlegr­ar brot­a­starf­semi. Jafn­framt hef­ur fjöldi ferðamanna um landa­mær­in, sér­stak­lega sjó­landa­mæri, auk­ist um­tals­vert og fjöldi um­sækj­enda um alþjóðlega vernd hef­ur aldrei verið meiri en á síðustu þrem­ur árum. Því hef­ur verið lögð áhersla á að styrkja bet­ur landa­mæri Íslands. Landa­mæra­vörðum hef­ur verið fjölgað og eft­ir­lit á landa­mær­um hef­ur verið bætt, meðal ann­ars með bættri farþega­grein­ingu. Við þurf­um að gera enn bet­ur og verður það gert með því að ráðast í þær aðgerðir sem finna má í nýbirtri stefnu í mál­efn­um landa­mæra.

Fjölg­un nem­enda í lög­reglu­fræðum

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn legg­ur áherslu á að halda áfram að styrkja lög­regl­una og fjölga lög­reglu­mönn­um. Svo unnt sé að ná því mark­miði þarf að fjölga menntuðum lög­reglu­mönn­um og þar með stöðugild­um lög­regl­unn­ar til fram­búðar. Mik­il­vægt skref í þá átt var tvö­föld­un nema í lög­reglu­fræðum sem nú eru 80 í stað 40, líkt og áður var.

Lög­regl­an er burðarás í ör­yggi ís­lensks sam­fé­lags og leik­ur stórt hlut­verk í að tryggja að við búum í einu ör­ugg­asta landi heims. Verk­efni henn­ar eru margþætt og sí­breyti­leg, og mik­il­vægi henn­ar fyr­ir ís­lensk­an al­menn­ing óum­deilt. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur staðið, og mun ávallt standa, vörð um lög­regl­una – með fjár­fest­ing­um, stuðningi og nauðsyn­leg­um um­bót­um. Með mark­viss­um aðgerðum, þar á meðal enn frek­ari fjölg­un lög­reglu­manna og styrk­ingu landa­mæra, tryggj­um við að lög­regl­an hafi burði til að halda áfram að sinna hlut­verki sínu af fag­mennsku um leið og við styrkj­um stoðir ís­lensks rétt­ar­rík­is.

Þannig legg­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn sitt lóð á vog­ar­skál­arn­ar til að tryggja að Ísland haldi áfram að vera ör­ugg­asta land í heimi.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 26. nóvember 2024.