Stöndum vörð um séreignarstefnuna
'}}

Jón Þór Kristjánsson skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður:

Ég birti grein fyr­ir tveim­ur mánuðum und­ir yf­ir­skrift­inni „Að hjálpa fólki að standa á eig­in fót­um“ þar sem gagn­rýnd voru áform um af­nám sér­eign­ar­sparnaðarleiðar­inn­ar, það er heim­ild til að ráðstafa sér­eign­ar­sparnaði skatt­frjálst inn á hús­næðislán.

Áður hafði fjár­málaráðherra Fram­sókn­ar­manna haldið því fram að úrræðið ætti ekki rétt á sér þar sem það gagnaðist helst efnuðu fólki sem þyrfti ekki stuðning. Held­ur ætti að efla op­in­ber­an hús­næðismarkað og út­víkka hinar ýmsu bæt­ur.

Ekki bjóst ég við slík­um viðbrögðum við um­ræddri grein, aðallega frá ungu fjöl­skyldu­fólki sem er í mörg­um til­vik­um að stíga fyrstu skref­in á fast­eigna­markaðinum og mun­ar veru­lega um þær upp­hæðir sem úrræðið býður upp á.

Við af­greiðslu fjár­laga fyr­ir næsta ár tókst sem bet­ur fer að af­stýra áformun­um. Áfram verður hægt að ráðstafa sér­eign­ar­sparnaði inn á hús­næðislán, út næsta ár hið minnsta. Þetta er einna helst fyr­ir til­stuðlan Sjálf­stæðis­flokks­ins sem átti frum­kvæði að um­ræddu úrræði fyr­ir 10 árum og hef­ur alla tíð verið skjöld­ur þess og skjól.

Styðjum fólk til sjálfs­hjálp­ar

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stend­ur vörð um sér­eign­ar­stefn­una, enda hef­ur hún reynst flest­um afar mik­il­væg. Það að búa í ör­uggu hús­næði og skulda sem minnst við lok starfsæv­inn­ar eru mik­il lífs­gæði og einn besti sparnaður sem hægt er að hugsa sér. Vissu­lega er ekki auðvelt að kaupa fyrstu eign, hvorki á Íslandi né ann­ars staðar, og hef­ur lík­lega aldrei verið. Stjórn­völd geta hins veg­ar gert ým­is­legt til að liðka þar fyr­ir.

Lyk­il­atriði nú er að verðbólg­an hef­ur lækkað mikið og vext­ir eru á niður­leið. Nauðsyn er að byggja meira og til þess þurfa sveit­ar­fé­lög að tryggja lóðafram­boð. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vill einnig ein­falda lög og regl­ur um ný­bygg­ing­ar og hækka end­ur­greiðslu virðis­auka­skatts á bygg­ing­arstað. Einnig þarf að af­nema stimp­il­gjald á kaup­um ein­stak­linga á íbúðar­hús­næði, standa vörð um skatt­frjálsa ráðstöf­un sér­eign­ar­sparnaðar og hækka fjár­hæðarmörk­in.

Augu stjórn­valda þurfa alltaf að vaka yfir bestu leiðum hverju sinni til að styðja við að sem flest­ir geti eign­ast hús­næði. Það er ein­mitt stefna Sjálf­stæðis­flokks­ins – að hjálpa fólki að standa á eig­in fót­um.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 23. nóvember 2024.